Undrast orð ráðherra um undanþágur

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ásamt Štefan Füle, stækkunarstjóra ESB, og Stefáni …
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ásamt Štefan Füle, stækkunarstjóra ESB, og Stefáni Hauki Jóhannessyni aðalsamningamanni. mbl.is/Utanríkisráðuneytið

„Ég á nú erfitt með að trúa því að þarna sé rétt eftir haft. Ef svo er hins vegar, er ljóst að ummælin ganga á svig við álit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis sem fylgdi þingsályktunartillögunni um að sótt skyldi um aðild að Evrópusambandinu,“ segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Tilefnið er þau ummæli Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra í samtali við fréttastöðina Euronews í Brussel síðastliðinn mánudag að Íslendingar þyrftu „ekki neinar sérstakar undanþágur“ í sjávarútvegsmálum ef af inngöngu í Evrópusambandið yrði.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að ummæli Össurar vekja furðu forystumanna annarra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi.

„Þessi ummæli eru auðvitað bara með ólíkindum. Það er eins og utanríkisráðherrann hafi tungur tvær, tali með sitt hvorri eftir því hvort hann er hér á landi eða í Brussel,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um ummæli Össurar.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, tekur í sama streng. Ummælin beri það með sér að strax sé farið að gefa afslátt í sjávarútvegsmálum gagnvart Evrópusambandinu og það áður en viðræður hefjast um þann málaflokk.

„Mér finnst nú ekki að menn eigi að vera að tjá sig með þessum hætti rétt áður en viðræðurnar hefjast,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert