Stal úr Kringlunni

Karlmaður um fertugt var handtekinn í verslunarmiðstöðinni Kringlunni um fimm leytið í dag. Maðurinn var grunaður um að hafa stolið úr verslunum og frá öðrum gestum Kringlunnar.

Við leit á manninum kom í ljós að grunurinn var á rökum reistur, en í fórum hans fannst nokkuð magn af borðbúnaði, sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi úr verslun. Að auki fundust á honum munir sem tilheyrðu viðskiptavini í verslun í Kringlunni.

Maðurinn er í haldi lögreglu og verður yfirheyrður á morgun.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert