Sjaldnar slegið en fyrri sumur

Mikil órækt blasir við á tilteknum svæðum í Reykjavík.
Mikil órækt blasir við á tilteknum svæðum í Reykjavík. mbl.is/Ómar

Reykvíkingar hafa margir hverjir veitt því athygli að á tilteknum svæðum í borginni hefur gras hvorki verið slegið né gróður snyrtur. Í Morgunblaðinu í gær birtust myndir frá mörkum Reykjavíkur og Seltjarnarness þar sem sláandi munur var augljós á umhirðu.

Á Seltjarnarnesi blasti við sléttur túnflötur en Reykjavíkurmegin var mikil órækt.

Sighvatur Arnarsson, skrifstofustjóri framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, segir að svæðið verði slegið á næstu dögum samkvæmt áætlun. „Staðreyndin er sú að það er Vegagerðin sem kostar og sér um að láta slá meðfram þjóðvegunum hérna í þéttbýlinu, eins og meðfram Sæbraut, Hringbraut, Miklubraut, Breiðholtsbraut, Eiðisgranda, Kringlumýrarbraut og Vesturlandsvegi,“ segir Sighvatur og bætir við að sprettan hafi verið mikil að undanförnu í kjölfar rigninga.

Sighvatur segir að það hafi áhrif á sláttinn í Reykjavík í sumar að Vegagerðin hafi ákveðið að slá svæðið við Eiðisgranda einungis tvisvar yfir sumarið en ekki þrisvar eins og jafnan hafi tíðkast. „Þetta lítur ekki vel út en staðreyndin er sú að niðurskurður hefur bitnað illa á Vegagerðinni eins og okkur. Vegna umfangs þjóðvega innan borgarmarkanna þá gefa þeirra sláttusvæði í rauninni tóninn varðandi yfirbragðið á borginni.“
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert