Ekki góð umgengni á hátíðinni

Það væri hægt að óska sér betri umgengni á Bestu …
Það væri hægt að óska sér betri umgengni á Bestu útihátíðinni. Ljósmynd/Jón Ragnar Björnsson

Mikið verkefni er framundan hjá aðstandendum útihátíðarinnar á Gaddstaðaflötum við Hellu að þrífa rusl af svæðinu. Um 10 þúsund gestir voru á mótssvæðinu í nótt.

Útihátíðin er kölluð Besta útihátíðin, en umgegni á gesta á hátíðinni var ekki eins og best er á kosið. Rusl er um allt og margir hafa ekki hirt um að taka tjöld eða annan viðlegubúnað með sér heim.

Umferð frá mótssvæðinu hefur hins vegar að því er best er vitað gengið vel. Mikið hefur verið að gera hjá lögreglunni. Hún lagði áherslu á að koma í veg fyrir að fólk settist undir stýri með áfengi í blóðinu og var biðröð eftir að komast í áfengismæla lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert