Ferjað yfir Múlakvísl

Ferðin yfir kvíslina tekur 6-8 mínútur. Bílarnir fara með trukk …
Ferðin yfir kvíslina tekur 6-8 mínútur. Bílarnir fara með trukk og fólkið með rútu. mbl.is/Jónas Erlendsson

Þrír trukkar og 40 manna rúta eru nú við að ferja fólk og bíla yfir Múlakvísl. Þorsteinn Þorgeirsson, flotastjóri hjá AVIS og Budget bílaleigunum, telur að fjölga þurfi trukkunum til að anna álaginu.

Þorsteinn sagði að að vel gangi að ferja bíla og fólk. Hann taldi að í morgun hafi 25-30 bílar verið ferjaði yfir. Vegagerðin er þarna með tvo vörubíla og rútuna bílaleigur innan Samtaka ferðaþjónustunnar tóku einn trukk til viðbótar á leigu. Þá flytur 40 manna sérbúin rúta fólk yfir ána.

Þeir sem koma að vaðinu fara í biðröð og svo yfir með næstu ferð sem gefst. En hvernig er stemmningin?

„Ég held að menn séu ánægðir með þetta, sérstaklega ferðaþjónustan að eitthvað er að gerast,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að ferjuferðin sé auka ævintýri fyrir ferðafólkið.

„Það þarf að bæta við trukkum,“ sagði Þorsteinn. „Það þyrftu að vera sex trukkar lágmark, ef ekki fleiri. Það tekur 6-8 mínútur að keyra hér yfir og fólk bíður báðum megin.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert