Auðvelt að brjótast inn

Óprúttnir geta tengst snjallsímum á förnum vegi og skoðað gögn …
Óprúttnir geta tengst snjallsímum á förnum vegi og skoðað gögn þeirra í gegnum Bluetooth. mbl.is/Eggert

Að sögn sérfræðinga í upplýsingaöryggi er tiltölulega auðvelt að brjótast inn í gögn annarra; bæði í snjallsímum og tölvum. Víða á netinu má finna leiðbeiningar um hvernig komast á inn í talhólf annarra og hvernig hægt er að fá aðgang að gögnum úr snjallsímum og jafnvel stela þeim.

Gagnaöryggi hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið vegna innbrota blaðamanna News of the World í talhólf og síma fólks.

Innanríkisráðuneytið hefur sett á stofn stýrihóp, þar sem unnið verður meðal annars að aukinni gagnavernd og verndun þjóðfélagslega mikilvægra gagna og opinberra skjala. Eitt af verkefnum hópsins er að herða viðbrögð við ýmissi óværu á netinu. „Allt snýst þetta um að geta treyst rafrænum samskiptum,“ segir Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu.

Í ítarlegri umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir öryggisstjóra Símans allan gang vera á því hvort símnotendur noti pin-númer til að komast inn í talhólf sín. Noti þeir ekki slík númer, þá er auðvelt fyrir óprúttna aðila að komast inn í talhólfin. Að sögn öryggisstjórans er þó ekki vitað til þess að það hafi gerst.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert