Fundu nýjan sigketil

Sigketill við Lokahrygg
Sigketill við Lokahrygg Af vef Veðurstofunnar

 Myndarlegur sigketill fannst rétt austur af Hamrinum er vísindamenn flugu  yfir Lokahrygg til að leita upptaka hlaupsins sem kom í Köldukvísl í gærmorgun. 

Mikil skjálftavirkni hefur verið undir Lokahrygg síðastliðið ár og í vestanverðum Vatnajökli öllum. Virknin á Lokahrygg er aðallega í fjórum þyrpingum, undir Skaftárkötlunum tveim og í tveim aðskildum þyrpingum vestar. Sigketillinn er staðsettur yfir vestustu jarðskjálftaþyrpingunni, segir á vef Veðurstofunnar.

Myndin sýnir skjálftavirkni á tímabilinu 1992 til 2010 undir Lokahrygg, …
Myndin sýnir skjálftavirkni á tímabilinu 1992 til 2010 undir Lokahrygg, Grímsvötnum og Esjufjöllum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert