Talinn hafa svikið út hundrað milljónir

Karlmaður á sextugsaldri, sem sætt hefur rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er grunaður um að hafa haft yfir hundrað milljónir af fólki með svikum og prettum. Fórnarlömbunum kynntist hann með ýmsum hætti.

Til dæmis kynntust einn brotaþolinn og svindlarinn þegar bílar þeirra rákust saman. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag.

Maðurinn var handtekinn í apríl á síðasta ári í kjölfar fjölda tilkynninga um vafasamt hátterni hans. Maðurinn, sem var bæði tekjulaus og gjaldþrota, var grunaður um að hafa ítrekað haft fé af fólki með blekkingum en við skoðun á bankareikningum hans aftur í tímann mátti sjá mikla fjármuni fara þar um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert