Þjónusta verður áfram tryggð

Dýralæknir að störfum.
Dýralæknir að störfum. mbl.is/RAX

„Eftir breytingar verða sex héraðsdýralæknar og þeir verða eingöngu eftirlitsmenn,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir og vísar til breytinga á starfsemi héraðsdýralækna sem taka gildi 1. nóvember.

Halldór segir ástæðu breytinganna vera innleiðingu matvælalöggjafar Evrópusambandsins sem kveður m.a. á um aðskilnað þjónustu við dýraeigendur og eftirlits. Halldór segir að ávallt hafi verið gerð sú krafa að þjónusta við dýraeigendur í dreifbýli yrði tryggð við breytingarnar. „Um þetta er skýrt tekið fram í nýju lögunum, að skylda er sett á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að sjá til þess að þjónustan verði fyrir hendi með greiðslu staðaruppbóta.“

Lagt er upp með að slíkt tryggi að dýralæknar starfi áfram í hinum dreifðu byggðum landsins. Nýju lögin gera ráð fyrir að leysa þurfi úr málefnum dreifbýlis en slíkt hefur tekið tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert