„Kirkjan þarf að axla ábyrgð"

Hildur Eir Bolladótir
Hildur Eir Bolladótir mbl.is/Skapti

Séra Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, segir í samtali við Vikudag að kirkjan geti ekki beðið miklu lengur með að axla ábyrgð.  Prestafélag Íslands hélt prestafund í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í liðinni viku. Um 60 prestar af öllu landinu mættu til fundarins en alls voru 150 prestar boðaðir. Á meðal þess sem rætt var á fundinum var skýrsla rannsóknarnefndar kirkjuþings, um viðbrögð og starfshætti þjóðkirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni biskupi um kynferðisbrot.  

Séra Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, var á fundinum og segir hann hafa verið gagnlegan. „Þetta var góður fundur og samhljóma rödd um að nú þurfi að bregðast við réttlátri reiði þjóðarinnar sem m.a. endurspeglast í tíðum úrsögnum úr kirkjunni," segir Hildur í samtali við Vikudag.

 „Þjóðin er eðlilega sár og reið út í það ráðaleysi sem yfirstjórn kirkjunnar sýndi í máli Ólafs og kirkjan kemur á margan hátt löskuð útúr þessu ferli. Nú ríður á að hún axli ábyrgð og bregðist við þessu og snúi þannig vörn í sókn. Liður í því er að Prestafélag Íslands mun núna óska formlega eftir fundi með biskupi og forseta kirkjuþings til að ræða framtíð kirkjunnar," segir Hildur.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert