Latir ökumenn leggja ólöglega

Nýleg stöðubrot á Engjavegi vegna viðburðar í Laugardalshöll. Fjölmargir lögðu …
Nýleg stöðubrot á Engjavegi vegna viðburðar í Laugardalshöll. Fjölmargir lögðu ólöglega til að þurfa að ganga sem minnst. mbl.is/Lögreglan

Stöðubrotum hefur fækkað töluvert við íþróttavelli á höfuðborgarsvæðinu síðan lögreglan hóf að berjast markvisst gegn slíkum brotum.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu,  lögregluna hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að takast á við stöðubrot sem hafi verið orðin óþolandi og ólíðandi.

„Sama hvort það er Menningarnótt, 17. júní eða íþróttaviðburður, fólk virtist telja að ef það væri einhver viðburður í gangi dyttu lög og reglur úr sambandi,“ segir Guðbrandur. Hann segir engu skipta hvað viðburðurinn heiti, lögreglan muni nú ávallt takast á við stöðubrot.

„Heilt yfir hefur þetta stórlagast. Má hrósa mönnum fyrir að vakna til vitundar um að stöðubrot eru alveg sömu umferðarlagabrot og önnur sem lögreglan þarf að takast á við,“ segir . Sem dæmi voru aðeins lögð stöðubrotsgjöld á tvö ökutæki við Kaplakrika um helgina en það er framúrskarandi framför.“


Á sama tíma voru fjölmörg bifreiðstæði laus við KSÍ og …
Á sama tíma voru fjölmörg bifreiðstæði laus við KSÍ og víðar í Laugardalnum sem er í 5 mínútna göngufæri. mbl.is/Lögreglan
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert