Aðgerðir vegna hvalveiða

Hvalveiðiskip Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn.
Hvalveiðiskip Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/ÞÖK

Bandaríkjastjórn er í þann veginn að tilkynna um hugsanlegar refsiaðgerðir gagnvart Íslandi vegna hvalveiða Íslendinga.

AP fréttastofan hefur eftir ónafngreindum bandarískum embættismönnum, að ríkisstjórn Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, muni vísa til bandarískra laga, sem heimila forsetanum að grípa til aðgerða gegn erlendum ríkjum eða ríkisborgurum, sem fara ekki eftir alþjóðlegum samningum. 

Um er að ræða svonefnt Pelly ákvæði, en samkvæmt því á viðskiptaráðherra Bandaríkjanna að gefa út staðfestingu til Bandaríkjaforseta á því að hann telji að ríki stundi veiðar á sjávardýrum sem grafi undan friðunarmarkmiðum alþjóðasamtaka og dragi úr virkni þeirra. Forseti Bandaríkjanna hefur heimild til að beita innflutningsbanni á fiskafurðir viðkomandi ríkja eftir að staðfestingarkæran liggur fyrir en hann hefur einnig heimild til að aðhafast ekkert.

AP hefur eftir embættismönnum,  að Bandaríkjastjórn hafi einkum áhyggjur af veiðum Íslendinga á langreyðum og útflutningi á hvalaafurðum til Japans og fleiri landa.  

Engar veiðar hafa farið fram á langreyðum í sumar en Hvalur hf. tilkynnti nýlega að endanleg ákvörðun verði tekin í ágúst hvort veitt verði í ár. Hrefnuveiðimenn höfðu á mánudag veitt 38 dýr í sumar. 

Donald Evans, þáverandi viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, sendi árið 2004 staðfestingarkæru á grundvelli Pelly-ákvæðisins til Georges W. Bush, þáverandi forseta.  Taldi Evans að Íslendingar græfu undan friðunarmarkmiðum Alþjóðahvalveiðiráðsins með því að ákveða að hefja hvalveiðar í vísindaskyni að nýju. Forsetinn aðhafðist hins vegar ekki í kjölfarið.

Bandaríkjastjórn hefur einnig beitt Pelly-ákvæðinu ítrekað gagnvart Norðmönnum vegna hvalveiða þeirra en aldrei gripið til beinna refsiaðgerða.

Grafið undan hvalveiðibanni

AP hefur eftir ónafngreindum embættismanni hjá bandarísku sjávar- og veðurfarsstofnunni, NOAA, að takist Íslendingum að koma á milliríkjaviðskiptum með hvalkjöt að nýju muni það grafa undan hvalveiðibanni Alþjóðahvalveiðiráðsins. Fleiri þjóðir muni þá að öllum líkindum hefja hvalveiðar að nýju þótt hvalastofnanirnir hafi ekki enn náð sér eftir ofveiði á síðustu öld.

Náttúruverndarsamtök hafa hvatt bandarísk stjórnvöld til að grípa til aðgerða gegn Íslendingum. Hefur AP eftir embættismanni, að Gary Locke muni í staðfestingarkæru sinni rekja ýmsar þær aðgerðir, sem Bandaríkjastjórn geti gripið til. 

Meðal þeirra er að banna íslenskum fyrirtækjum, sem tengjast hvalveiðunum, að flytja fiskafurðir til Bandaríkjanna. Þá verði Obama einnig hvattur til að grípa til ýmiskonar diplómatískra aðgerða, jafnvel að bandarískir embættismenn neiti boðum um opinberar heimsóknir til Íslands.

Þá gætu sendimenn einnig dregið sig út úr ýmiskonar samstarfi þjóðanna, svo sem á norðurslóðum.  

mbl.is

Innlent »

Fannst erfitt að kalla sig Framsóknarmann

16:03 Karl Liljendal Hólmgeirsson hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum en hann hefur verið varaformaður Félags ungra Framsóknarmanna á Akureyri og nágrennis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Karl hefur sent frá sér. Meira »

Brú milli íslenskra fyrirtækja og Costco

15:43 „Í Costco eru um 2% af vörunúmerum íslensk. Það hljóta að vera fleiri tækifæri að selja fleiri íslensk vörunúmer í Costco hér og líka fyrir íslensk fyrirtæki að koma vörum sínum í búðir Costco í útlöndum,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Meira »

Ný fisktegund veiðist við Ísland

15:39 Brislingur hefur veiðst í fyrsta skipti við Ísland. Gerðist það í leiðangri Hafrannsóknastofnunar sem farinn var til rannsókna á flatfiski á grunnslóð við landið í lok ágústmánaðar. Einungis veiddist einn fiskur af tegundinni og var hann 15 sentimetra langur. Meira »

Ný ferja í höndum Vestmannaeyjabæjar

15:24 Samgönguráðuneytið fer þess á leit við Vegagerðina að stofnunin geri drög að samningi þar sem gert er ráð fyrir að rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju sé í höndum Vestmannaeyjabæjar. Óskað er eftir því að fyrstu drög að samningi liggi fyrir og verði kynnt ráðuneytinu 5. október. Meira »

Ræður ekki förinni í þinginu

15:15 „Ég mótmæli því harðlega að því sé beint gegn mér að niðurstaðan hafi ráðist af hótunum, af tuddaskap, af einhvers konar tilraunum til að nota fólk í viðkvæmri stöðu, hælisleitendur eða aðra, sem skiptimynt við þinglok. Ég vísa öllum þessum ummælum til föðurhúsanna.“ Meira »

Tólf mánaða dómar fyrir fjársvik

14:47 Tveir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir til 12 mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir fjársvik. Mennirnir, annar á fimmtugsaldri en hinn á sextugsaldri, voru ákærðir fyrir að hafa látið útbúa 22 tilhæfulausa reikninga frá Vert ehf. til Ölgerðarinnar. Meira »

Borgarísjaki út af Ströndum

14:35 Borgarísjaki sést frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum. Jakinn er um 18 kílómetra norð-norðaustur af Nestanga við Litlu-Ávík og um 8 kílómetra austur af Sæluskeri. Meira »

Þrengt að smábátum í Reykjavíkurhöfn

14:40 Smábátaeigendur í Reykjavík hafa áhyggjur af framtíð smábátaútgerðar í höfuðborginni. Stöðugt er verið að þrengja að aðstöðu þeirra í höfninni og er þar ferðaþjónustan fyrirferðarmest. Þetta er meðal þess sem fram kom í ávarpi formanns Smábátafélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins á föstudaginn. Meira »

Vonbrigði að ná ekki að klára

14:25 Ekki tókst að afgreiða frumvarp um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, svo nefnda NPA-þjónustu og frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga úr velferðarnefnd fyrir þinglok. Þetta staðfestir formaður velferðarnefndar. Nefndin hafi þó tryggt málinu áframhaldandi farveg. Meira »

Rúv vanrækti almannaþjónustuhlutverk

14:21 Umboðsmanni Alþingis hafa af og til borist kvartanir og ábendingar frá einstaklingum sem búa við heyrnarskerðingu um skort á aðgengi að þjónustu Ríkisútvarpsins og þar með að það fullnægi ekki þeim kröfum sem kveðið er á um í lögum. Þetta kemur fram í bréfi umboðsmanns Alþingis til mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem sent var fyrr í þessum mánuði. Meira »

Skapa svigrúm og nýtt þing tekur afstöðu

14:14 Frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga er annað þeirra frumvarpa sem stendur til að afgreiða á Alþingi í dag áður en þingstörfum lýkur. Frumvarpið þarf að fara í gegnum þrjár umræður og hljóta afgreiðslu í nefnd áður en það verður að lögum. Meira »

Tekist á um stjórnarskrármálið

14:07 Þingfundur er hafinn á Alþingi en hann hófst klukkan 13:30. Stefnt er að því að ljúka nokkrum málum í dag, einkum er þar um að ræða breytingar á lögum um útlendinga varðandi stöðu barna í röðum hælisleitenda og afnám uppreistar æru í lögum. Meira »

Eignir Magnúsar kyrrsettar

13:28 Beiðni stjórnar United Silicon um að kyrrsetja eignir Magnúsar Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, hefur verið samþykkt hjá sýslumanni. Meira »

Þakklátur fyrir stuðninginn

11:44 „Ég er afar þakklátur fyrir stuðningsyfirlýsingar sem streyma inn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, á Facebook-síðu sinni en ýmsir trúnaðarmenn flokksins hafa gengið úr honum og lýst yfir stuðningi við nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar. Meira »

Krefjast frestunar réttaráhrifa

11:35 „Það getur verið að málið leysist á næstu dögum ef frumvarpið fer í gegnum Alþingi,“ segir Magnús Norðdahl lögmaður fimm manna fjöl­skyldu frá Gana. Samkomulag náðist í gær um lok þingstarfa og á dagskrá þingsins verða nokkur frumvörp m.a. frumvarp um breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um. Meira »

Sækja um endurupptöku

13:17 Samkvæmt frumvarpi um breyt­ingar á út­lend­inga­lög­um sem verður lagt fyrir Alþingi í dag mun fjölskyldan frá Gana geta sótt um endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála verði frumvarpið að lögum, að sögn Magnúsar Davíðs Norðdahl lögmanns fjölskyldunnar sem á að vísa úr landi. Meira »

Búist við mikilli rigningu á Suðausturlandi

11:35 Útlit er fyrir að það verði mjög vætusamt á Suðausturlandi og Austfjörðum út vikuna með tilheyrandi vatnavöxtum.   Meira »

Réttindalaus með hnúajárn og amfetamín

11:08 Ökumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöld vegna gruns um fíkniefnaakstur, reyndist hafa í fórum sínum hnúajárn og poka sem innihélt meint amfetamín. Auk þess hafði hann aldrei öðlast ökuréttindi. Meira »
Skrifborðsnuddari Verð 14.900 Olíu og vatnsheldur
Skrifborðsnuddari Verð 14.900 Olíu og vatnsheldur Ferðataska fylgir beige og...
Til leigu snyrtilegt og bjart 120 fm
atvinnuhúsnæði vestast á Kársnesi. Leigist eingöngu fyrir lager eða þ.h. uppl...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
 
Þjónustufulltrúi 50%
Skrifstofustörf
BÝRÐ ÞÚ YFIR afburða...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...