Aðgerðir vegna hvalveiða

Hvalveiðiskip Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn.
Hvalveiðiskip Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/ÞÖK

Bandaríkjastjórn er í þann veginn að tilkynna um hugsanlegar refsiaðgerðir gagnvart Íslandi vegna hvalveiða Íslendinga.

AP fréttastofan hefur eftir ónafngreindum bandarískum embættismönnum, að ríkisstjórn Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, muni vísa til bandarískra laga, sem heimila forsetanum að grípa til aðgerða gegn erlendum ríkjum eða ríkisborgurum, sem fara ekki eftir alþjóðlegum samningum. 

Um er að ræða svonefnt Pelly ákvæði, en samkvæmt því á viðskiptaráðherra Bandaríkjanna að gefa út staðfestingu til Bandaríkjaforseta á því að hann telji að ríki stundi veiðar á sjávardýrum sem grafi undan friðunarmarkmiðum alþjóðasamtaka og dragi úr virkni þeirra. Forseti Bandaríkjanna hefur heimild til að beita innflutningsbanni á fiskafurðir viðkomandi ríkja eftir að staðfestingarkæran liggur fyrir en hann hefur einnig heimild til að aðhafast ekkert.

AP hefur eftir embættismönnum,  að Bandaríkjastjórn hafi einkum áhyggjur af veiðum Íslendinga á langreyðum og útflutningi á hvalaafurðum til Japans og fleiri landa.  

Engar veiðar hafa farið fram á langreyðum í sumar en Hvalur hf. tilkynnti nýlega að endanleg ákvörðun verði tekin í ágúst hvort veitt verði í ár. Hrefnuveiðimenn höfðu á mánudag veitt 38 dýr í sumar. 

Donald Evans, þáverandi viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, sendi árið 2004 staðfestingarkæru á grundvelli Pelly-ákvæðisins til Georges W. Bush, þáverandi forseta.  Taldi Evans að Íslendingar græfu undan friðunarmarkmiðum Alþjóðahvalveiðiráðsins með því að ákveða að hefja hvalveiðar í vísindaskyni að nýju. Forsetinn aðhafðist hins vegar ekki í kjölfarið.

Bandaríkjastjórn hefur einnig beitt Pelly-ákvæðinu ítrekað gagnvart Norðmönnum vegna hvalveiða þeirra en aldrei gripið til beinna refsiaðgerða.

Grafið undan hvalveiðibanni

AP hefur eftir ónafngreindum embættismanni hjá bandarísku sjávar- og veðurfarsstofnunni, NOAA, að takist Íslendingum að koma á milliríkjaviðskiptum með hvalkjöt að nýju muni það grafa undan hvalveiðibanni Alþjóðahvalveiðiráðsins. Fleiri þjóðir muni þá að öllum líkindum hefja hvalveiðar að nýju þótt hvalastofnanirnir hafi ekki enn náð sér eftir ofveiði á síðustu öld.

Náttúruverndarsamtök hafa hvatt bandarísk stjórnvöld til að grípa til aðgerða gegn Íslendingum. Hefur AP eftir embættismanni, að Gary Locke muni í staðfestingarkæru sinni rekja ýmsar þær aðgerðir, sem Bandaríkjastjórn geti gripið til. 

Meðal þeirra er að banna íslenskum fyrirtækjum, sem tengjast hvalveiðunum, að flytja fiskafurðir til Bandaríkjanna. Þá verði Obama einnig hvattur til að grípa til ýmiskonar diplómatískra aðgerða, jafnvel að bandarískir embættismenn neiti boðum um opinberar heimsóknir til Íslands.

Þá gætu sendimenn einnig dregið sig út úr ýmiskonar samstarfi þjóðanna, svo sem á norðurslóðum.  

mbl.is

Innlent »

Nóttum á hótelum fjölgaði um 6%

10:21 Gistinætur á hótelum í júní voru 392.900 sem er 6% aukning miðað við júní 2016. Um 55% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu eða 217.800, sem er 3% aukning miðað við júní 2016. Gistinætur á Suðurnesjum voru 25.800, sem er 55% aukning frá fyrra ári en einnig var 11% aukning á Suðurlandi. Meira »

„Það stoppar ekki síminn hjá okkur“

10:06 „Það stoppar ekki síminn hjá okkur,“ segir sölu- og markaðsstjóri Fenris og Elnet-tækni ehf. í kjölfar þess að lokað hefur verið fyrir örbylgjusjónvarpsútsendingar. „Við höfum haft nóg að gera.“ Meira »

Meðalaldur kennara hækkar

09:35 Meðalaldur starfsfólks við kennslu í grunnskólum hefur farið hækkandi frá árinu 2000. Haustið 2000 var meðalaldur starfsfólks við kennslu 42,2 ár en var 46,8 ár haustið 2016. Á þessu tímabili hefur meðalaldur kvenkennara hækkað meira eða úr 41,8 árum í 46,9 ár. Meira »

Gætu tafist á leið út á flugvöll

09:22 Þeir sem eiga leið til Keflavíkur til og frá flugvellinum í kvöld og aðfaranótt laugardags 29. júlí gætu tafist vegna malbikunarframkvæmda við Rósaselshringtorg í Keflavík. Hringtorginu verður lokað í tveimur áföngum og verður umferðarstýring til og frá flugvelli á meðan framkvæmd stendur yfir. Meira »

Björguðu manni af jökli

08:36 Björgunarsveitir fundu manninn, um klukkan fjögur í nótt, sem ætlaði að gista nóttina í tjaldi á Síðujökli en lenti í vandræðum vegna veðurs. Maðurinn hafði samband við björgunarsveitir um miðnætti í gær og náði að senda út neyðarboð með neyðarsendi og því var staðsetning hans þekkt. Meira »

Nokkrir metrar upp á topp

08:21 John Snorri Sigurjónsson er kominn í 8.535 metra hæð á fjallinu K2 sem er 8.611 metra hátt sem þýðir að hann á um 76 metra eftir upp á topp samkvæmt nýjustu GPS-mælingum sem voru kl. 8:12. Meira »

Ágætar horfur með kartöfluuppskeru

07:57 „Horfur með kartöfluuppskeru í haust eru alveg ágætar,“ segir Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli í Grýtubakkahreppi í Eyjafirði, en hann er formaður Landssambands kartöflubænda. Meira »

Fjöldi landsela undir markmiði

08:18 Árleg vísindatalning útsela úr lofti fer fram í haust. Talning landsela úr lofti fór fram 2016 og var niðurstaða talningarinnar ekki góð. Meira »

Göngufólkið er fundið

07:41 Fólkið sem varð viðskila við gönguhóp sinn í Lónsöræfum er fundið. Fólkið hafði náð að komast af sjálfsdáðum í skálann Egilssel og amar ekkert að því. Björgunarsveitir áttu erfitt með að komast í samband við skálann því bilun er í fjarskiptabúnaðinum þar. Meira »

Blæðingar á fleiri stöðum

07:40 „Þetta er að gerast ár eftir ár þegar svona hlýtt er,“ segir Birkir Fanndal, íbúi í Mývatnssveit, um blæðingar í malbiki á svæðinu. Hann segir virðast sem efni sem notuð eru í vegina þoli ekki hita og komi upp í gegnum malbikið og geti fest við hjólbarða bifreiða. Meira »

Sextug Hallgrímskirkja liggur undir skemmdum

07:37 Sextíu ára afmæli Hallgrímskirkju í Saurbæ er fagnað í ár en kirkjan var vígð 28. júlí árið 1957. Kirkjan er ein af höfuðkirkjum Íslands og byggð til minningar um sálmaskáldið séra Hallgrím Pétursson. Meira »

Skjálfti að stærð 3,2

07:35 Verulega hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni við Fagradalsfjall á Reykjanesskaganum sem hófst að morgni 26. júlí. Stærsti skjálftinn síðan á miðnætti mældist 3,2 að stærð kl. 05:56. Frá byrjun hrinunnar hafa mælst yfir 600 skjálftar. Meira »

Erill vegna ökumanna undir áhrifum

07:30 Talverður erill var hjá lögreglunni í nótt vegna ökumanna sem voru undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Alls hafði lögreglan afskipti af fimm ökumönnum í slíku ástandi og þurfti að svipta einn ökumann ökuréttindum sínum. Þeir voru allir færðir til blóðtöku en var sleppt að því loknu. Meira »

Þyrlan leitar fólks við Vatnajökul

06:28 Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, var kölluð út í morgun rétt fyrir klukkan sex í leit að þremur göngumönnum sem urðu viðskila við gönguhóp sinn í Lónsöræfum austan við Vatnajökul. Mikil þoka er á svæðinu sem gerir leit erfiða en þyrlan er með GSM-miðunarbúnað um borð. Meira »

Ekki tekist að einfalda regluverkið

05:30 „Við getum öll verið sammála um að lög og reglugerðir sem heilbrigðiseftirlitið á að framfylgja, og svo rekstraraðilar og almenningur að fara eftir, geta verið íþyngjandi og því miður hefur ekki tekist að einfalda regluverk í raun eins og vonir stóðu til.“ Meira »

Brotist inn í heilsugæslu

06:48 Brotist var inn í heilsugæslu í Austurbænum í nótt en ekki er vitað hvað var tekið. Lögreglunni barst tilkynning um innbrotið rétt fyrir miðnætti í gær og tveimur klukkutímum síðar eða kl. 02:16 var karlmaður sem grunaður er um innbrotið handtekinn. Meira »

Á toppinn um sjöleytið

06:06 Eftir um það bil eina klukkustund nær John Snorri Sigurjónsson á topp K2 fyrstur Íslendinga ef allt gengur samkvæmt áætlun. Hann lagði af stað í gær um klukkan 17 að íslenskum tíma. Fjallið er eitt það erfiðasta og hættulegasta í heimi. Meira »

Segir menn óttast hefndaraðgerðir

05:30 Jón Sigurðsson, formaður Meistarafélags húsasmiða, segir marga iðnaðarmenn hafa haft samband við sig í kjölfar viðtals í Morgunblaðinu í gær. Meira »
Subau Outback Lux Plus diesel 2016 til sölu
Subaru Outback Lux Plus diesel, 4x4 sjálfskiptur með beinskiptimöguleika flipask...
Tjöld,háþrýstidæla ofl.
Til sölu tjöld,2 manna kr 4000,og 4 manna kr 10000. Samanbrjótanlegur ferðasvef...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...