Aðgerðir vegna hvalveiða

Hvalveiðiskip Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn.
Hvalveiðiskip Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/ÞÖK

Bandaríkjastjórn er í þann veginn að tilkynna um hugsanlegar refsiaðgerðir gagnvart Íslandi vegna hvalveiða Íslendinga.

AP fréttastofan hefur eftir ónafngreindum bandarískum embættismönnum, að ríkisstjórn Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, muni vísa til bandarískra laga, sem heimila forsetanum að grípa til aðgerða gegn erlendum ríkjum eða ríkisborgurum, sem fara ekki eftir alþjóðlegum samningum. 

Um er að ræða svonefnt Pelly ákvæði, en samkvæmt því á viðskiptaráðherra Bandaríkjanna að gefa út staðfestingu til Bandaríkjaforseta á því að hann telji að ríki stundi veiðar á sjávardýrum sem grafi undan friðunarmarkmiðum alþjóðasamtaka og dragi úr virkni þeirra. Forseti Bandaríkjanna hefur heimild til að beita innflutningsbanni á fiskafurðir viðkomandi ríkja eftir að staðfestingarkæran liggur fyrir en hann hefur einnig heimild til að aðhafast ekkert.

AP hefur eftir embættismönnum,  að Bandaríkjastjórn hafi einkum áhyggjur af veiðum Íslendinga á langreyðum og útflutningi á hvalaafurðum til Japans og fleiri landa.  

Engar veiðar hafa farið fram á langreyðum í sumar en Hvalur hf. tilkynnti nýlega að endanleg ákvörðun verði tekin í ágúst hvort veitt verði í ár. Hrefnuveiðimenn höfðu á mánudag veitt 38 dýr í sumar. 

Donald Evans, þáverandi viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, sendi árið 2004 staðfestingarkæru á grundvelli Pelly-ákvæðisins til Georges W. Bush, þáverandi forseta.  Taldi Evans að Íslendingar græfu undan friðunarmarkmiðum Alþjóðahvalveiðiráðsins með því að ákveða að hefja hvalveiðar í vísindaskyni að nýju. Forsetinn aðhafðist hins vegar ekki í kjölfarið.

Bandaríkjastjórn hefur einnig beitt Pelly-ákvæðinu ítrekað gagnvart Norðmönnum vegna hvalveiða þeirra en aldrei gripið til beinna refsiaðgerða.

Grafið undan hvalveiðibanni

AP hefur eftir ónafngreindum embættismanni hjá bandarísku sjávar- og veðurfarsstofnunni, NOAA, að takist Íslendingum að koma á milliríkjaviðskiptum með hvalkjöt að nýju muni það grafa undan hvalveiðibanni Alþjóðahvalveiðiráðsins. Fleiri þjóðir muni þá að öllum líkindum hefja hvalveiðar að nýju þótt hvalastofnanirnir hafi ekki enn náð sér eftir ofveiði á síðustu öld.

Náttúruverndarsamtök hafa hvatt bandarísk stjórnvöld til að grípa til aðgerða gegn Íslendingum. Hefur AP eftir embættismanni, að Gary Locke muni í staðfestingarkæru sinni rekja ýmsar þær aðgerðir, sem Bandaríkjastjórn geti gripið til. 

Meðal þeirra er að banna íslenskum fyrirtækjum, sem tengjast hvalveiðunum, að flytja fiskafurðir til Bandaríkjanna. Þá verði Obama einnig hvattur til að grípa til ýmiskonar diplómatískra aðgerða, jafnvel að bandarískir embættismenn neiti boðum um opinberar heimsóknir til Íslands.

Þá gætu sendimenn einnig dregið sig út úr ýmiskonar samstarfi þjóðanna, svo sem á norðurslóðum.  

mbl.is

Innlent »

Opna ekki aftur fyrir 1. desember

18:29 Zúistar hyggjast ekki opna aftur fyrir endurgreiðslu sóknargjalda áður en frestur til að skipta um trúfélag, vegna sóknargjalda næsta árs, rennur út. Þetta má lesa úr svari Ágústs Arnars Ágústssonar, forstöðumanns Zuism á Íslandi. Hann segir „ólíkleg að niðurstaða um að opna aftur komi fyrir 1.des.“ Meira »

Loka Fóðurblöndunni á Egilsstöðum

17:56 Verslun Fóðurblöndunnar á Egilsstöðum verður lokað um mánaðamótin. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra ára tapreksturs.   Meira »

Ferðir féllu niður í dag

17:21 „Í gær urðu verulegar tafir og í dag voru felldar niður ferðir,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, um áhrif óveðursins á vöruflutninga fyrirtækisins. Bíll frá Flytjanda, fór út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku í gær. Meira »

„Alvarlegt tjón fyrir samfélagið“

17:14 Bæjarstórn Stykkishólmsbæjar skorar á Sæferðir og Eimskip að leita leiða til að hraða viðgerð á ferjunni Baldri eða finna annað skip til að sigla um Breiðafjörð. Fram hefur komið að ferjan Baldur verður í viðgerð næstu vikurnar. Meira »

Báðar stúlkurnar með meðvitund

16:47 Unglingsstúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbænum í gærkvöldi eru komnar til meðvitundar. Lögreglan hefur rætt stuttlega við aðra stúlkun en ekki hina. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Tékklistar og hagnýt húsráð

16:30 Heima er fyrsta bók Sólrúnar og er hún uppfull af gagnlegum ráðum sem einfalt er að tileinka sér. Í bókinni tekur hún fyrir helstu þætti heimilisins og kennir skilvirkar aðferðir til að halda því hreinu og fallegu án mikillar fyrirhafnar. Meira »

Aðskotahlutur olli rafmagnsleysinu

15:42 Orsök rafmangsleysisins sem varð á Austurlandi í kringum miðnætti í gær virðist vera sú að aðskotahlutur hafi fokið á teinrofa í tengivirki fyrir Eyvindarárlínu 1. Meira »

Gæti orðið öflug atvinnugrein

15:54 Félag skógareigenda á Suðurlandi hyggst á morgun kynna niðurstöður af vinnu síðustu mánaða við að kanna grundvöll fyrir því að koma á fót vinnslu skógarafurða úr sunnlenskum skógum. Meira »

Mjög dregið úr brottkasti

15:08 Mjög hefur dregið úr brottkasti á liðnum árum segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á Facebook-síðu sinni. Vísar hún þar til funda sem hún hefur átt í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um brottkast og vigtunarmál með ráðuneytisstarfsmönnum, forstjóra Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu þar sem fram hafi komið að allar rannsóknir bentu til þess að dregið hafi mjög úr. Meira »

Holtavörðuheiði gæti opnast síðar í dag

15:07 Búist er við því að Holtavörðuheiði verði opnuð síðar í dag. Reiknað er með því að Öxnadalsheiði verði ekki opnuð fyrr en í fyrramálið. Fjallvegir á Norðausturlandi verða líklega ekki opnaðir fyrr en líður á morguninn en samkvæmt veðurspá mun veðrið ekki ganga niður að ráði fyrr en með morgni. Meira »

Flýði lögregluna og ók á hús

14:38 Karlmaður á þrítugsaldri missti stjórn á bifreið sinni þegar hann reyndi að flýja lögregluna og ók á gamla Austurbæjarbíó í Reykjavík. Ökumaðurinn og farþegi voru í kjölfarið handteknir. Grunur var um að ökumaðurinn væri undir stýri eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Meira »

Krafa um 300 milljónir „fráleit“

14:34 „Krafa gerðarþola um 300 milljón króna tryggingu er fráleit,“ segir Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður eigenda meirihluta eigna í húsnæði við Bíldshöfða 18. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu féllst í morgun á að setja lögbann á fyrirhugað gistiskýli Útlendingastofnunar. Meira »

Mál Aldísar verður endurflutt

14:30 Endurflytja þarf mál Aldísar Hilmarsdóttur gegn ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástæðan er sú að dómur hefur ekki verið kveðinn upp í málinu átta vikum eftir að aðalmeðferð lauk. Meira »

Festu bát við bryggju á Hjalteyri

13:55 Fjórir björgunarsveitarmenn frá Akureyri voru kallaðir að Hjalteyri í morgun vegna báts sem var að losna frá bryggjunni.  Meira »

Kannski er ég bara svona skrýtinn

13:30 „Það er ótrúlega mikill lúxus að fá nokkra daga án ferðalaga þar sem ég get bara verið einn með flyglinum,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson í opnuviðtali við Morgunblaðið. Þar ræðir hann komandi tónleika í Hörpu, næsta disk sinn hjá Deutsche Grammophon og margt fleira. Meira »

Kom blóðugur inn í íbúðina

14:07 Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi á þriðjudaginn í Héraðsdómi Vesturlands og til greiðslu miskabóta fyrir húsbrot, líkamsárás og fyrir að hafa „sýnt af sér ógnandi og vanvirðandi háttsemi gagnvart tveimur börnum húsráðenda og valda þeim mikilli hræðslu og andlegu áfalli“. Meira »

Fjölmargar kvartanir yfir Braga

13:37 Hildur J. Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að forstjóri Barnaverndarstofu hafi beitt sig ofbeldi í starfi sem varð til þess að hún hrökklaðist úr starfi. Þetta kemur fram í facebookfærslu hennar og er ekki eina tilvikið þar sem kvartað er yfir Braga í starfi. Meira »

Póstnúmerum breytt um mánaðamótin

13:12 Pósturinn mun gera nokkrar breytingar á póstnúmerum landsins frá og með næstu mánaðamótum. Sérstakt póstnúmer verður tekið upp á svæðum í dreifbýli sem áður féllu undir sama póstnúmer og næsti þéttbýliskjarni. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Almennt útboð mobile first
Tilboð - útboð
Almennt útboð MOBILE FIR...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...