Ekkert nýtt sem kallar á endurupptöku

Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður.
Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður.

Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélags Íslands, segir á heimasíðu sinni að engar nýjar upplýsingar hafa komið fram í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið sem geti réttlætt endurupptöku þess eins og Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur einkum kallað eftir að undanförnu.

„Við vitum einnig í réttarsögu vestrænna lýðræðisríkja hafa saklausir menn verið sakfelldir. Hafa þá gjarnan ný gögn eða tækni leitt slíkt í ljós. Í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hafa engin ný gögn komið fram sem breytt geta sönnunarmatinu í málunum. Það hefur því enga þýðingu að endurupptaka málin og innanríkisráðherra getur ekki ákveðið það að óbreyttum lögum. Það hefur enn minni þýðingu að skipa rannsóknarnefnd til að meta hvort ákærðu hafi verið ranglega sakfelldir,“ segir Brynjar. 

Heimasíða Brynjars Níelssonar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert