Meirihluti kríuunga hefur drepist

Kría með ungum sínum.
Kría með ungum sínum.

„Lokaútkoman í varpinu er ekki enn komin í ljós. Þeir fáu ungar sem ennþá eru á lífi fá hins vegar litla fæðu, vaxtarþroski er mjög hægur og ekki hægt að spá góðri útkomu hér.“

Þetta segir Freydís Vigfúsdóttir, doktorsnemi í líffræði, í Morgunblaðinu í dag. Hún hefur ásamt samstarfsmönnum sínum við University of East Anglia í Englandi, Háskólasetur Snæfellsness og Náttúrufræðistofnun Íslands stundað rannsóknir í kríuvörpum á Snæfellsnesi og Melrakkasléttu.

Hún var stödd við mælingar á Melrakkasléttu í gær. „Meirihluti unga hér hefur drepist og það er óvenjulega mikið um yfirgefin hreiður og egg sem ekki hafa náð að klekjast,“ segir Freydís. Hún segir jafnframt að helsta fæðan sem mæld hafi verið sé lítil krabbadýr og skordýr. „Þar sem varp er við vatn höfum við séð hornsíli gefin og ýmiss konar fæðu sem hentar ungunum ekki vel, eins og til dæmis hrognkelsaseiði sem eru stærri en hausinn á þeim.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert