Ekki hægt að bæta tilfinningalegt tjón með fé

Sigrún Pálína Ingvarsdóttir.
Sigrún Pálína Ingvarsdóttir. mbl.is/Heiðar

Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, sem sakaði Ólaf Skúlason, biskup, um kynferðisbrot, sagði í fréttum Útvarpsins að aldrei verði hægt að bæta tilfinningalegt tjónj með peningum.

Þjóðkirkjan mun bjóða fjórum konum, sem sökuðu Ólaf um kynferðisbrot, bætur. Magnús E. Kristjánsson, formaður nefndar kirkjuþings, sagði við Morgunblaðið að hann vonaðist til að sátt náist í málinu næstkomandi föstudag.

Magnús sagði hluta sáttarinnar vera m.a. sanngirnisbætur miðaðar út frá þeim lærdómi sem fengist hafi í kjölfar vistheimilismála.  

„Þetta er 33 ára barátta og það verður aldrei hægt að bæta það upp í peningum. Það er alveg á hreinu. Það er mikið frekar það sem snýr að kirkjunni, að hún taki ábyrgð og taki ábyrgðina af mínum herðum, sem skiptir máli. Þannig að upphæðin eða bæturnar eru alls ekki aðalmálið. Langt í frá,“ sagði Sigrún Pálína í fréttum Útvarpsins.

Vefur Ríkisútvarpsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert