Leitar til Rússa vegna Landeyjahafnar

Herjólfur siglir sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn
Herjólfur siglir sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn Rax / Ragnar Axelsson

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, hefur óskað eftir því við sendiherra Rússlands á Íslandi að hann kanni hvort Rússar geti mögulega liðsinnt vegna erfiðleikanna í Landeyjahöfn, að því er fréttavefur Eyjafrétta greinir frá.

Elliði staðfesti að hann hefði rætt við Andrey V. Tsyganov, sendiherra Rússa á Íslandi, um Landeyjahöfn.

„„Við ræddum sérstaklega um þann hluta vandans sem snýr að núverandi ferju og mikilvægi þess að reyna að finna skip sem er heppilegt til siglinga í Landeyjahöfn.“ Elliði sagði Tsyganov vera á förum til Moskvu núna á þriðjudaginn og þar muni hann setja málið í farveg. Þá sagðist Elliði einnig hafa rætt við sendiherran um sanddælingu og ýmislegt fleira sem snýr að höfninni,“ segir m.a. á vef Eyjafrétta. 

Elliði tók fram að samtal hans við sendiherrann hafi verið óformlegt.  Þá kvaðst hann aðspurður ekki hafa leitast eftir því að Rússar viðurkenndu sjálfstæði Vestmannaeyja!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert