Spyr hvernig staðan sé á Íslandi

Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður.
Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég er ekki að bera saman aðstæður á Íslandi og Noregi en það er eðlilegt að spyrja hvernig er þessum málum fyrirkomið hér á landi. Erum við að gera það sem þarf til að koma í veg fyrir hryðjuverkaárás?“ spyr Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni rétt í þessu og leggur um leið áherslu á mikilvægi þess að umræðan um sprenginguna í miðborg Osló í dag og skotárásina á eyju í nágrenninu í kjölfarið verði hófstillt.

Guðlaugur vitnar þessu sambandi í frétt á vef breska dagblaðsins Daily Telegraph þar sem fjallað er um gögn frá bandarískum stjórnvöldum sem birt hafa verið af Wikileaks. Þar kemur meðal annars fram það mat Bandaríkjamanna að norsk yfirvöld hafi verið illa undir það búin að hryðjuverk yrði framið í Noregi og að sú hugsun hafi verið ríkjandi að slíkt gerðist ekki þar.

Facebooksíða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert