Á batavegi eftir hnífstungur

Frá Amsterdam
Frá Amsterdam

Íslendingur, 36 ára, sem varð fyrir fólskulegri hnífstunguárás í Amsterdam í fyrrakvöld er á góðum batavegi. Hann losnaði úr öndunarvél í morgun og verður fluttur af gjörgæslu á almenna deild síðar í dag.

„Hann er ótrúlega sprækur,“ sagði faðir mannsins. „Þetta er allt í góðum gangi miðað við aðstæður og hvernig þetta var. Þetta er orkubolti og ótrúlega hraustur.“ Móðir mannsins er komin til hans. Hann mun gefa lögregluskýrslu síðar í dag.

Árásarmaðurinn hefur ekki enn náðst. Margar eftirlitsmyndavélar eru þar sem árásin var gerð og hefur lögreglan góðar vonir um að ná árásarmanninum.  Að sögn föður mannsins beinist grunur að fótboltabullu sem er frá Írlandi eða Skotlandi.

Ráðist var á Íslendinginn þar sem hann var á gangi með tveimur félögum sínum. Hann var stunginn fimm sinnum í bakið og særðist mjög alvarlega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert