Meirihluti fylgjandi auknu eftirliti

Reuters

Yfir 80% styðja aukið eftirlit við Schengen landamærin, samkvæmt nýrri könnun sem MMR gerði.

MMR kannaði afstöðu landsmanna til aukins landamæraeftirlits með ferðamönnum á leið til Íslands frá aðildarríkjum Schengen samstarfsins. Af þeim sem tóku afstöðu voru um helmingur, eða 49%, sem sögðust mjög fylgjandi auknu landamæraeftirliti og 34,5% sögðust frekar fylgjandi auknu landamæraeftirliti.

Að samanlögðu voru þannig 83,5% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar sem sögðust annað hvort mjög eða frekar fylgjandi auknu landamæraeftirliti með ferðamönnum á leið til Íslands frá aðildarríkjum Schengen samstarfsins en 16,5% sögðust því andvíg.

Stuðningur við aukið landamæraeftirlit reyndist nokkuð afgerandi óháð aðstæðum og stjórnmálaskoðunum svarenda. Minnstur reyndist stuðningurinn meðal stuðningsfólks Samfylkingarinnar. En 71,2% þeirra sem tóku afstöðu og sögðust jafnframt styðja Samfylkinguna kváðust styðja aukið landamæraeftirlit með ferðamönnum á leið til Íslands frá aðildarríkjum Schengen samstarfsins.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert