Tvær kirkjujarðir auglýstar til sölu

Holt undir Eyjafjöllum.
Holt undir Eyjafjöllum. mbl.is

Þjóðkirkjan auglýsti um helgina tæplega 300 hektara af landi kirkjunnar til sölu. Um er að ræða prestsetrin Holt undir Eyjafjöllum og Tröð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Eru þær tvær af 26 jörðum sem kirkjuþing gaf heimild til að selja.

Í umfjöllun um jarðasöluna í Morgunblaðinu í dag kemur farm, að óskað sé eftir tilboðum í jarðirnar. Ásett verð á Holt er 80 milljónir króna en á Tröð eru settar 30-40 milljónir samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamiðstöðinni sem annast sölu jarðanna. Jörðin Holt er um 246 hektarar, þar af um 28 af ræktuðu landi. Tröð er 50 hektarar.

„Í báðum tilvikum er um að ræða aflögð prestsetur þannig að það er ekki beinlínis þörf fyrir þær jarðir í kristilegu starfi,“ segir Guðmundur Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, um ástæður þess að jarðirnar eru auglýstar til sölu. Þá hafi kirkjan brugðist við niðurskurðarkröfu með þessum hætti.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert