Upp úr sauð eftir ummæli á Facebook

Grindavík.
Grindavík. www.mats.is

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú líkamsárás, sem gerð var í Grindavík um síðustu helgi. Fram kemur á vef Víkurfrétta, að árásin virðist hafa verið í kjölfar deilna á samskiptasíðunni Facebook um fjöldamorðin í Noregi.

Að sögn Víkurfrétta hófst málið þegar fyrrverandi kennari í Grindavík tjáði sig um árásirnar á opinni Facebook-síðu sinni. Fyrrum nemandi mannsins tjáði sig einnig um málið og  lýsti sig sammála aðgerðum fjöldamorðingjans Andreas Behrings Breiviks. Þá sagðist hann vera yfirlýstur kynþáttahatari.

Deilurnar hörðnuðu á vefnum og um nóttina mætti yngri maðurinn á heimili hins og réðist á hann. Haft er eftir lögreglu að sá sem varð fyrir árásinni hafi fengið áverka á andliti, þó ekki alvarlega. 

Víkurfréttir segja, að lögreglan líti málið alvarlegum augum enda hafi árásarmaðurinn hótað kennaranum fyrrverandi lífláti og haft í hótunum við ýmsa aðra sem tjáðu sig á netinu. 

Vefur Víkurfrétta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert