Líkur á að vaxtagjöld aukist

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið.

Þó skuldir ríkissjóðs hafi hækkað á síðustu árum hafa vaxtaútgjöld ríkisins ekki hækkað eins mikið og reiknað var með.

Til dæmis var í fjárlagafrumvarpi ársins 2010 reiknað með að ríkissjóður þyrfti að greiða 94,3 milljarða í vexti, en kostnaðurinn varð hins vegar 68 milljarðar. Ástæðan fyrir þessu er að vextir hafa verið óvenjulega lágir bæði heima og erlendis.

Nú bendir hins vegar flest til að breyting sé að verða á, að því er segir í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag. Vextir erlendis fara hækkandi og seðlabankastjóri hefur boðað vaxtahækkun sem eru vondar fréttir fyrir ríkissjóð. Væntingar um vaxtahækkun eru þegar komnar fram á markaði. Ávöxtunarkrafa á 25 ára ríkisskuldabréfum á eftirmarkaði var t.d. 6,5% um síðustu áramót en er núna tæplega 8%. Ríkissjóður skuldar yfir þúsund milljarða og hvert prósentustig í hærri vöxtum eykur útgjöld ríkissjóðs um milljarða.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert