Metfjöldi á Einni með öllu

Frá Einni með öllu á Akureyri.
Frá Einni með öllu á Akureyri. Þorgeir Baldursson

Það stefnir í metfjölda á hátíðinni Einni með öllu á Akureyri sem hófst nú klukkan níu í kvöld. Þegar hefur verið slegið met yfir fjölda á tjaldsvæðum bæjarins á fimmtudegi. Mjög gott veður er á hátíðinni og samkvæmt upplýsingum frá fólki sem er á staðnum er yfir fimmtán stiga hiti. 

„Hingað streymir að fólk, allt komið á „full-swing“ og lítur rosalega vel út,“ segir Skúli Gautason, framkvæmdastjóri hátíðarinnar Ein með öllu á Akureyri. Hefur mikill fjöldi fólks verið í miðbæ Akureyrar í kvöld en þar hefur verið hlýtt og gott veður.

Í ár hófst hátíðin á trúbadorakvöldi á göngugötunni í miðbænum. Á morgun verða óskalagatónleikar, á laugardaginn verður dagskrá um daginn og aftur um kvöldið á Ráðhústorgi. Endar hátíðin á sparitónleikum á sunnudagskvöld. Þar verða flutt lög sem Óðinn Valdimarsson gerði ódauðleg og fram koma Rúnar Eff, Dikta, Helgi Björns og Reiðmenn vindanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert