Víða pottur brotinn í vigtun

Myndin tengist fréttinni ekki beint
Myndin tengist fréttinni ekki beint mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Neytendastofa fór á 58 staði (matvöruverslanir, pósthús, fiskbúðir og framleiðendur) á höfuðborgarsvæðinu þar sem vigtun fór fram til að skoða vogirnar. Reyndust átján starfsstöðvar ekki vera með löggildingu í lagi eða 31%.

En vogir sem eru notaðar til að ákvarða verð eiga að mæla rétt og vera löggiltar. 

Af 14 matvöruverslunum sem voru skoðaðar reyndist löggildingin ekki vera gild á tveim stöðum. Farið var í 11 pósthús og voru allar vogir sem voru skoðaðar með gilda löggildingu. Ástand voga í fiskbúðum var ekki gott, sex búðir af 14 voru ekki með vogirnar í lagi. Verst kom könnunin út hjá matvælaframleiðendum en 10 framleiðendur  af 19, voru ekki með löggildingu  á vogunum í lagi.

Brugðist var vel við tilmælum um löggildingu voga og engum viðurlögum var beitt, segir á vef Neytendastofu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert