Rætt um að breyta Víðinesi í fangelsi

Ríkisstjórnin skoðar nú hvort gamalt húsnæði í ríkiseigu geti nýst undir nýtt fangelsi ef ákveðið verður að reisa ekki fangelsi í einkaframkvæmd eins og hefur verið til umræðu.

Þessi möguleiki var ræddur á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Einn staður var sérstaklega nefndur til sögunnar sem ákjósanlegt húsnæði undir fangarými: gamalt hjúkrunarheimili á Víðinesi sem þar til í september í fyrra hýsti 38 heimilismenn.

Deilur hafa staðið um það innan ríkisstjórnarinnar hvernig fjármagna skuli byggingu nýs fangelsis. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur talað fyrir því að ríkið fjármagni framkvæmdina en aðrir innan ríkisstjórnarinnar, meðal annars forsætisráðherra, telja að lántaka fyrir slíkri framkvæmd yrði ríkinu of dýr við þessar aðstæður og hafa þess í stað horft til þess að bjóða verkið út þannig að lífeyrissjóðir og einkaaðilar geti tekið þátt í útboðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert