Peningar fyrir göngunum eru ekki til

Við mynni Norðfjarðarganga.
Við mynni Norðfjarðarganga. mbl.is/Steinunn

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að ekki verði ráðist í gerð Norðfjarðarganga á næstunni þar sem peningar séu ekki til í þá framkvæmd. Ögmundur gagnrýnir þá sem veki falsvonir um göngin. Ekki sé rétt hjá Kristjáni L. Möller, að fjármunir séu til reiðu til að hefja framkvæmdir.

Íbúar á Norðfirði eru ósáttir við tafirnar við gangnagerðina og efndu því til samstöðufundar við Norðfjarðarenda Oddsskarðsganga í gærkvöldi. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag telur lögreglan, að um 150 manns hafi mætt til mótmælanna.

Siggi Jensson er í forsvari fyrir íbúana og hann segir íbúum ekki standa á sama. „Við viljum fá ný göng og vekja athygli á hættunni sem er þarna til staðar,“ segir Siggi og vísar þar til Oddsskarðsganga. Hann var ósáttur við tilkynningu Vegagerðarinnar um öryggi í göngunum og telur þar dregið úr alvarleika málsins. „Þetta eru einbreið göng með blindhæð og það myndast umferðarteppa þegar eitthvað er að gerast hér. Fólk er með tengivagna og óvant að bakka og sumir vilja ekki gefa sénsinn,“ segir Siggi. Það sé líka rosalegt þegar flutningabílar með tengivagna komi á móti hvor öðrum í göngunum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert