„Mjög alvarlegt mál“

Iceland Express.
Iceland Express. mbl.is
14 ára stúlka fékk ekki að fara heim eftir að flug 16. júlí frá Basel til Keflavíkur hafði seinkað um 10 klukkutíma og þar að auki verið ofbókað. Ósamræmi var í svörum starfsmanna flugvallarins og hún var heppin að fá næturgistingu hjá vinafólki.

Í tilefni af frétt sem birtist  á mbl.is um afleiðingar yfirbókana hjá Iceland Express hafa fleiri haft samband við Morgunblaðið.

„Mér finnst mjög alvarlegt að þetta hafi komið upp. Að geta ekki treyst að þegar þú kaupir flugmiða, að þú fáir að fara aftur heim, sérstaklega þegar um barn er að ræða,“segir Jónína Ósk Ingólfsdóttir móðir stúlkunnar.

14 ára dóttir Jónínu hafði keypt miða hjá Iceland Express frá Basel til Keflavíkur þann 16. júlí síðastliðinn. 

Þann dag hafði vél frá Iceland Express verið kyrrsett í París og þurfti félagið að senda aðra vél til Sviss sem var  minni og því hafi ekki verið pláss fyrir alla. 

Móðir stúlkunnar segist ekki vera viss um hvort að leitað hafi verið að sjálfboðaliðum til að breyta ferðum sínum eða ekki.

Hins vegar fékk stúlkan fyrst þau skilaboð að hún gæti ekki farið með vélinni, svo að hún gæti farið með,  og að lokum var henni sagt að hún gæti ekki farið með. 

„Hún var heppin að fá gistingu hjá vinafólki því að ekki hefði mátt bóka hana inná hótel þar sem hún er bara 14 ára, ég veit ekki hvað hefði gerst því þeir máttu ekki heldur senda hana eina í tengiflug, “ segir Jónína móðir stúlkunnar. 

„Þeir voru náttúrulega bara í vandræðum því að það var ekkert hægt að gera við stúlkuna, hún var bara heppin að vera með fólki sem tók hana bara heim aftur,“segir Jónína. 

Þar sem stúlkan var aðeins 14 ára mátti ekki bóka hana inná hótel til þess að reyna að fá tengiflug daginn eftir en beint flug frá Basel til Keflavíkur með Icelanda Express er aðeins vikulegt. 

Það að auki þurfti að finna stúlkunni fylgd því að hún mátti ekki fara ein síns liðs í tengiflug.

Starfsmenn Iceland Express gátu ekki leyst málið.

Málið leystist með þeim hætti að stúlkan fékk að gista hjá vinafólki sínu í Basel sem síðar tókst að finna henni fylgd með ókunnugum íslenskum manni sem átti bókað flug frá Zurich til Kaupmannahafnar með Swiss Air daginn eftir. 

Fylgdi maðurinn henni frá Zurich til Kaupmannahafnar og svo frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur með Icelandair. 

Stúlkan komst því heim til sín á miðnætti 17. júlí.

„Ef hún hefði ekki verið með neinum þá hefði 14 ára gamalt barn verið fast  á flugvellinum,“ segir Jónína.

„Á tímabili leit út fyrir að hún kæmist ekki heim fyrr en viku seinna,“segir Jónína.

Bæði fjölskylda stúlkunnar og fjölskyldan sem aðstoðaði erlendis fengu skaðabætur í formi flugmiða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Nóró-veira útilokuð í Hvassaleiti

09:54 Unnið er að sótthreinsun í Hvassaleiti, annarri af tveimur starfsstöðvum Háaleitisskóla, eftir að meira en helmingur starfsfólks veiktist af magakveisu. Að sögn Hönnu Guðbjargar Birgisdóttur, skólastjóra Háaleitisskóla, er búið að útiloka að um nóró-veiru sé að ræða. Meira »

Gefa húsnæði undir leikskóla

09:13 Fasteignafélögin Heimavellir og Ásbrú íbúðir færa í dag Reykjanesbæ húsnæði að gjöf undir nýjan leikskóla að Ásbrú. Fram kemur í fréttatilkynningu að húsnæðið henti vel til leikskólastarfs en þar hafi áður verið samkomuhús á gamla varnarliðssvæðinu. Meira »

Bílhræ skilin eftir hér og þar

08:18 Verktakar á vegum heilbrigðissviðs Reykjavíkurborgar munu fjarlægja ónýta bifreið sem staðið hefur á bílastæði Tækniskólans – skóla atvinnulífsins við Háteigsveg. Meira »

H&M-auglýsingin með öll tilskilin leyfi

07:57 Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að verslunin H&M sé með afnotaleyfi fyrir auglýsingu á borgarlandi Reykjavíkur. Meira »

Pysjutíminn að hefjast í Eyjum

07:37 „Pysjutíminn er rétt að byrja, ég spái því að fjörið nái hámarki um miðjan september,“ segir Margrét Lilja Magnúsdóttir, safnstjóri Sæheima í Vestmannaeyjum, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Njótið á meðan það varir

07:24 Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands mælir með því að fólk sunnan- og vestantil á landinu reyni að njóta veðursins sem í boði er þar sem á föstudag og yfir helgina breytist veðrið talsvert mikið með suðaustlægri átt og rigningu. Meira »

Fimmtánfalt fleiri gestir

05:30 Mikil fjölgun hefur orðið á ferðamönnum sem sækja í náttúrulaugarnar í Reykjadal upp af Hveragerði. Nú koma árlega um 120 þúsund gestir í dalinn en voru átta þúsund árið 2010. Fjölgunin á þessu tímabili er fimmtánföld. Meira »

„Var ekki ölvaður þá“

06:11 Ofurölvi maður var handtekinn við Skjólbraut í Kópavogi á tíunda tímanum í gærkvöldi en hann er einnig grunaður um að hafa valdið umferðaróhappi fyrr um daginn. Maðurinn segist ekki hafa verið orðinn ölvaður þegar það varð. Meira »

„Hefur hvergi gefist vel“

05:30 „Það hefur hvergi gefist vel,“ segir Gylfi Arnbjörnsson um þá staðreynd að opinberir starfsmenn leiða launaþróun á íslenskum vinnumarkaði. Meira »

Geirfinnsmálið til Hæstaréttar

05:30 Guðmundar- og Geirfinnsmálið er formlega komið til meðferðar hjá Hæstarétti enn á ný.   Meira »

Boðuð lækkun á afurðaverði váboði

05:30 Boðuð lækkun á afurðaverði fyrir dilkakjöt í haust um allt að 35%, til viðbótar við tíundarlækkun í fyrra, er váboði fyrir bændur víða um landið. Váin er mikil á Ströndum þar sem sauðfjárbúskapur er undirstaða og að fáu öðru er að hverfa. Meira »

Andlát: Oddur Ólafsson

05:30 Oddur Ólafsson blaðamaður lést 19. ágúst síðastliðinn, 84 ára að aldri. Oddur fæddist 28. júlí 1933.   Meira »

Reikna vísitölur fiskistofna

05:30 Fiskifræðingar frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Noregi funda nú í Reykjavík um ástand uppsjávarstofna í Norðaustur-Atlantshafi. Fundurinn er haldinn í kjölfar árlegs rannsóknarleiðangurs sem farinn var fyrr í sumar. Meira »

Norðurheimskautssvæðið mun gefa eftir

Í gær, 21:25 Haldi hlýnun jarðar áfram þykir sýnt að mörg vistkerfi norðurheimskautssvæðisins muni um miðja öldina gefa eftir. Svæðið hlýnar nú tvöfalt hraðar en önnur svæði jarðar að jafnaði. Þetta kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu en hún fjallar um umhverfismál á norðurslóðum. Meira »

Mótorhjólaslys og reiðhjólaslys með stuttu millibili

Í gær, 20:30 Slökkviliðið var kallað tvisvar út um klukkan sjö í kvöld, annars vegar vegna mótorhjólaslyss í Boröldu og hins vegar vegna reiðhjólaslyss í Lækjarbotnum ekki langt frá. Meira »

Sonurinn í járnkallinn 2024

Í gær, 21:36 Guðjón Karl Traustason er einn 35 Íslendinga sem tóku þátt í járnkallinum í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. 21 þeirra Íslendinga sem skráðu sig kláraði keppni og telst það mikið afrek út af fyrir sig. Meira »

„100% flott hjónaband“

Í gær, 20:33 „Það er eitthvað tregðulögmál í gangi og menn vilja ekki fara út úr þessum gamla heimi. Whole Foods sendi kjötskurðarmenn til Íslands til að kenna íslenskum kjötiðnaðarmönnum að skera kjötið eins og þeir vilja selja það. Síðan líða 15 ár og enginn tekur þetta upp.“ Meira »

Þaulvanur hrútaþuklari

Í gær, 20:18 Íslandsmeistaramótið í hrútadómum fór fram í 15. skipti á Sauðfjársetrinu á Ströndum á sunnudaginn. 45 keppendur tóku þátt í mótinu í flokkum vanra og óvanra hrútaþuklara. Sauðfjárbóndinn Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum á Ströndum bar sigur úr býtum í flokki vanra þuklara. Meira »
Stórkostlegar Nuddoliur komnar tilboð 2000 kr flaskan, 6 mismunandi tegundir
Stórkostlegar Nuddoliur komnar tilboð 2000 kr flaskan, 6 mismunandi tegundir ...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Vandaðir gúmmíbátar, slöngubátar, CAMO
Gúmmíbátur, slöngubátur. Bátarnir eru 3,30 m á lengd og 1,52 m á breidd. Geym...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...