Súpugöngurnar hafnar á Dalvík

Fiskisúpurnar smakkast vel á Dalvík.
Fiskisúpurnar smakkast vel á Dalvík. Ljósmynd/Hilmar Bragi

Allt er að verða klárt fyrir Fiskidaginn mikla á Dalvík, en í kvöld ganga Dalvíkingar og gestir þeirra á milli húsa og smakka fiskisúpur. Fjölmargir ferðamenn eru í bænum og að sögn heimamanna eru „göturnar að fyllast af fólki“.

Búið er að koma kyndlum fyrir við þau hús þar sem boðið er upp á fiskisúpu. Fólk gengur síðan milli húsa og bragðar á súpu. Helsta umræðuefnið er hver bjóði upp á bestu fiskisúpuna.

Fiskverkendur og fleiri framtakssamir á Dalvík hafa í nokkur ár boðið, með hjálp góðra styrktaraðila, landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti milli kl. 11:00 og 17:00 á Fiskidaginn mikla sem haldinn er fyrsta laugardag eftir verslunarmannahelgi. Markmið hátíðarinnar er að fólk komi saman, hafi gaman og borði fisk. 

Dalvíkingar taka vel á móti gestum sínum.
Dalvíkingar taka vel á móti gestum sínum. Ljósmynd/Hilmar Bragi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert