Breyttur akstur hjá strætó

Ferðum strætisvagna í Reykjavík hefur verið breytt í dag vegna Gleðigöngu Hinsegin daga í Reykjavík. Vegna göngunnar er breyttur akstur öllum leiðum sem keyra um miðbæinn.

 Í tilkynningu frá Strætó segir eftirfarandi:

Leiðir 1, 3 og 6 aka frá Hlemmi, norður Snorrabraut – Sæbraut – Geirsgötu – Mýrargötu – Ánanaust – Hringbraut - Miklubraut frá fyrstu ferð að morgni til ca. 20:00 svo fara vagnar inn á sínar leiðir. Sama leið er ekin til baka.


Leiðir 11, 12 og 13 aka frá Hlemmi, norður Snorrabraut – Sæbraut –
Geirsgötu – Mýrargötu – Ánanaust – Hringbraut frá fyrstu ferð að morgni til ca. 20:00. Fara svo inn á sínar leiðir, sama leið er ekin til baka.


Leið 14 ekur frá Hlemmi í átt að Granda suður Snorrabraut – Hringbraut – Ánanaust að Granda. Sama leið er ekin til baka frá fyrstu ferð að morgni til ca.20:00.


Leið 15 ekur frá Hlemmi í átt að Meistaravöllum suður Snorrabraut – Hringbraut - Njarðargata – Þorragata. Sama leið ekin til baka.


Leið 19 ekur frá Hlemmi í átt að Nauthól suður Snorrabraut - Hringbraut – Nauthólsvegur. Sama leið er svo ekin til baka.
Settir verða biðstöðvar merktar báðum megin á Nýju Hringbraut og í Geirsgötu við Hörpuna. Einnig verður settur hnallur við Hofsvallagötu Hringbraut.


Biðstöðvar verða við við Mýrargötu og JL húsið á Hringbraut.
Biðstöðvar við Hverfisgötu, Lækjargötu, Vonarstræti, Fríkirkjuveg og Hofsvallagötu verða óvirkar.


Opnun gatna verður í fyrsta lagi klukkan 20:00, þá aka allar leiðir hefðbundinn akstur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert