Framlengir kreppuna

Unnið að framkvæmdum á Laugavegi. Forystumenn í atvinnulífinu segja mikla …
Unnið að framkvæmdum á Laugavegi. Forystumenn í atvinnulífinu segja mikla óvissu á vinnumarkaðnum. mbl.is/Ómar

Forystumenn í atvinnulífinu hafa orðið efasemdir um að draga muni verulega úr atvinnuleysi á næsta ári og er þá horft til þess að markmið um 4-5% hagvöxt þykja nú fjarlægari en við gerð kjarasamninga.

„Það má segja að þetta ár sé nánast tapað hvað hagvaxtarmöguleika snertir,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og bætir því við að nú sé útlit fyrir að markmið um 4-5% hagvöxt á næsta ári muni ekki nást.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag er Árni Jóhannsson, forstöðumaður mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, harðorður í garð stjórnvalda og segir þau „ekki hafa gert eitt eða neitt“ af því sem þau lofuðu við gerð nýgerðra kjarasamninga.

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, gagnrýnir einnig vanefndir stjórnvalda og segir hagkerfið ekki vaxa eins og stefnt var að.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert