Hefur fundið „kraftaverkalyf“

Marta Bjarnardóttir.
Marta Bjarnardóttir.

„MS-sjúklingar út um allan heim hafa verið að uppgötva að lyfið LDN (Low Dose Naltrexone) hjálpar að því marki að það stöðvar þróun sjúkdómsins hjá mörgum þeirra. Bæði virðist lyfið stöðva og hægja á þróun sjúkdómsins. Læknar erlendis eru farnir að taka notkun lyfsins alvarlega.“

Þetta segir Gísli Þráinsson sem hefur tekið lyfið við rauðum úlfum, sjúkdómi sem leggst á taugakerfið. „Ég var mjög veikur sjálfur og engin lyf höfðu hjálpað mér og sá að margir sjúklingar erlendis voru að tala um góðan árangur af þessu lyfi á netinu. Ég hef tekið lyfið í eitt og hálft ár án vandræða. Það hefur orð á sér fyrir að valda litlum aukaverkunum og telst vera öruggt lyf,“ segir Gísli.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segist Gísli hafa fundið fyrir dramatískum breytingum á líðan á fjórða degi frá upphafi lyfjatöku.

Marta Bjarnadóttir var komin á lokastig MS-sjúkdómsins en líf hennar hefur gjörbreyst eftir að hún byrjaði að nota lyfið. Hún flytur lyfið inn sjálf. „Þetta hefur gefið mér nýtt líf og ég ætla ekki að fórna því,“ segir Marta. „Ég sé alveg fyrir mér að geta unnið hálfsdagsvinnu, og nú get ég loks varið tíma með barnabörnum mínum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert