Gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu Marðar

Mörður Árnason
Mörður Árnason mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hefur sent formönnum sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, utanríkismálanefndar og umhverfisnefndar Alþingis bréf vegna ummæla sem féllu á sameiginlegum  fundi nefndanna í gær um málefni Alþjóða hvalveiðiráðsins. Gerir hann alvarlegar athugasemdir við framgöngu Marðar Árnasonar, formanns umhverfisnefndar, í kjölfar fundarins.

„Ráðuneytið vísar til fundar sem haldinn var í gær með sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, utanríkismálanefnd og umhverfisnefnd Alþingis. Tilefni fundarins var að veita upplýsingar um málefni Alþjóðahvalveiðiráðsins frá ársfundi ráðsins í sumar, en málefni hvalveiða falla undir verksvið sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar og utanríkismálanefndar. Á fundinn mættu auk ráðherra ráðuneytisstjóri, skrifstofustjóri, aðal- og varafulltrúar Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu ásamt forstjóra Hafrannsóknastofnunarinnar.

Þingmenn spurðu margra spurninga sem ráðherra og embættismenn reyndu að leysa úr eftir fremsta megni og umræður voru almennt málefnalegar.

Augljóst var að skiptar skoðanir voru um hvalveiðar hjá þeim þingmönnum sem tjáðu sig á fundinum. Eftir sem áður liggur fyrir að Alþingi Íslendinga ályktaði árið 1999 að hvalveiðar skyldu stundaðar frá Íslandi. Þeirri ályktun hefur ekki verið breytt og eftir henni er unnið. Framganga sendinefndar Íslands á framangreindum ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins var í fullu samræmi við þessa stefnumótun að mati ráðuneytisins.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra áréttar að mál þetta takmarkast ekki við hvalveiðarnar sjálfar þótt þær skipti auðvitað sínu máli í efnahagslegu tilliti. Hér er á ferðinni margfalt stærra hagsmunamál sem lýtur að réttinum til sjálfbærra veiða á lifandi auðlindum hafsins. Ráðherra telur að skýlaus réttur til sjálfbærra veiða skipti höfuðmáli fyrir þessa þjóð sem er svo háð sjávarútvegi þegar til allrar framtíðar er litið og undir það er að sjálfsögðu tekið í þingsályktun Alþingis.

Ráðuneytið gerir hins vegar alvarlegar athugasemdir við framgöngu Marðar Árnasonar, formanns umhverfisnefndar, í kjölfar þessa fundar. Mörður kýs að tjá sig um efni fundarins á veraldarvefnum og fulltrúa ráðuneytisins í honum með einkar ósmekklegum hætti, en þess ber að geta að Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar og fundarstjóri, kynnti í upphafi fundar að um væri að ræða lokaðan fund þar sem ætlast væri til að menn gætu átt hreinskiptnar umræður.

Ráðuneytin og embættismenn þeirra hafa fram að þessu getað veitt upplýsingar og átt heilbrigðar og málefnalegar umræður á fundum með nefndum Alþingis án þess að eiga það á hættu að ráðist sé að þeim með sviguryrðum og uppnefnum á opinberum vettvangi. Vonast er til að svo megi vera áfram," segir í bréfi ráðherra.       
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Heillast af andrúmslofti Ég man þig

22:30 Spennumyndin Ég man þig hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum þekktra erlendra dagblaða.  Meira »

„Subbuskapur af verstu gerð“

22:29 „Ég hef verið á mörgum skipum. Alls staðar hefur verið brottkast,“ sagði sjómaðurinn Trausti Gylfason í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV nú í kvöld. Þar var sýnt myndefni sem Trausti tók úti á sjó á árunum 2008-2011 og sýndi mikið brottkast á fiski, en brottkast er bannað með lögum. Meira »

Frægasta og verðmætasta Íslandskortið

22:25 „Þetta er frægasta Íslandskortið og það verðmætasta,“ segir Viktor Smári Sæmundsson forvörður um Íslandskort frá árinu 1595 sem er boðið falt fyrir 25 til 30 þúsund sænskar krónur eða tæplega 400 þúsund krónur hjá sænska uppboðshúsinu, Stockholms Auktionsverk. Meira »

Framkvæmdir stangist á við lög

21:20 Fyrirhugaðar framkvæmdir á Landsímareitnum stangast á við lög að mati Varðmanna Víkurgarðsins, sem er gamli kirkjugarðurin í og við Fógetagarðinn. Þar var fólk grafið langt fram á 19. öld og undanþága var veitt fyrir viðbyggingu Landsímahússins á sínum tíma þar sem almannahagsmunir áttu í hlut. Meira »

„Ég manngeri fuglana í bókinni“

20:55 Sumum finnst lyktin af úldnum andareggjum vera hin eina sanna jólalykt. Frá þessu segir og mörgu öðru sem tengist fuglum, í bók sem spéfuglinn Hjörleifur ritaði og ránfuglinn Rán myndskreytti. Þau taka sig ekki of alvarlega, fræða og skemmta og segja m.a. frá áhættusæknum fuglum, sérvisku þeirra og ástalífi. Meira »

Ferðamenn í vanda á Sólheimasandi

20:41 Björgunarsveitir frá Vík og Hvolsvelli voru boðaðar út á sjöunda tímanum í kvöld ásamt öðrum viðbragðsaðilum, vegna ferðamanna í vanda í nágrenni flugvélaflaks á Sólheimasandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

„Þetta hætti ekkert“

20:16 „Mér var sagt að ég þyrfti að brosa meira, ég ætti ekki að hylja mig svona mikið ef ég vildi ná lengra og vera sæt,“ sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

„Enginn búinn að skella hurðum“

20:26 „Við höldum bara áfram á morgun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar hann er spurður um ganginn í stjórnarmyndunarviðræðum. Sigurður Ingi og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sögðu bæði að fundir dagsins hefðu verið góðir. Meira »

Hyggjast birta 100 sögur á föstudag

19:34 „Síðan ég byrjaði að starfa í pólitík hafa nokkrir menn úr stjórnmálaflokkum, og þá flestir giftir menn, verið að senda mér skilaboð á kvöldin,“ segir í einni af þeim sögum sem höfð er eftir stjórnmálakonum og sendar hafa verið á fjölmiðla. Meira »

Ferjan biluð næstu vikurnar

18:50 Breiðafjarðaferjan Baldur er biluð og falla siglingar yfir fjörðinn því niður næstu þrjár til fjórar vikurnar. Ekki er ljóst hvað veldur biluninni en hana má rekja til bilunar í aðalvél skipsins. Þetta kemur fram hjá RÚV. Meira »

Vegir lokaðir víða um land

18:37 Vegurinn um Holtavörðuheiði er lokaður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Sömu sögu er að segja af Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hringvegurinn er lokaður frá Hrútafirði að Vatnsdal. Lokað er bæði í Öræfasveit vegna óveðurs og á Lyngdalsheiði. Meira »

Tekjurnar ekki verið lægri síðan 2008

18:37 Um leið og útflutningsverðmæti dregst saman hækkar veiðigjald og hefur í sumum tilvikum fjórfaldast. Þróunin gæti m.a. leitt til frekari samþjöppunar í greininni og hægt á endurnýjun skipa og tækja. Meira »

Skólp hreinsað hjá 90% þjóðarinnar

17:57 Að fimm árum liðnum verða 90% landsmanna tengdir skólphreinsistöð, nái þær framkvæmdir sem áætlaðar eru fram að ganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Meira »

Holtavörðuheiði og fleiri vegum lokað

17:25 Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á versnandi færð á Facebook-síðu sinni en af þeim sökum er til að mynda Holtavörðuheiði lokuð og skilyrði víða annars staðar í umdæminu slæm. Meira »

Þjóðveginum um Öræfasveit lokað

16:53 Þjóðvegi 1 um Öræfasveit hefur verið lokað vegna veðurs en lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hvasst er víða á landinu en áður hafði verið greint frá lokun vega á Vestfjörðum. Meira »

Tvö handtekin í tengslum við vændi

17:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karl og konu um hádegisbil í dag í þágu rannsóknar hennar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Ræða kynferðisofbeldi í pólitíkinni

16:54 Tæplega sex hundruð konur hafa skráð sig í hóp á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem umræður fara fram um kynferðisáreiti og annað kynferðisofbeldi sem konur hafi orðið fyrir í íslenskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Meira »

Íslenski hesturinn nýtur sín í nýju myndbandi

16:41 „Aðalmarkmiðið er að kynna íslenska hestinn og sýna hvers fjölhæfur hann er. Hann er vinalegur, kraftmikill, ævintýragjarn og fyrir alla,“ segir Þórdís Anna Gylfadóttir verkefnastjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu um kynningarmyndband Horses of Iceland sem var frumsýnt í dag. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
Allt þetta fólk Þormóðsslysið 18.2. 1943
Þormóðsslysið var hræðilegt áfall og hafði mikil áhrif á Bíldudal og nærsveitir....
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...