Hafnar skyldum sínum sem höfuðborg

Frá Akureyri.
Frá Akureyri. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Góðar flugsamgöngur milli Reykjavíkur og helstu þéttbýlisstaða landsins er réttlæting fyrir þeirri miklu uppbyggingu á þjónustu, t.d. heilbrigðisþjónustu, sem aðeins er að finna í Reykjavík en er byggð upp og veitt á kostnað allra landsmanna,“ segir Hermann Jón Tómasson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrum bæjarstjóri á Akureyri, í samtali við Vikudag á Akureyri. Reykjavíkurflugvöllur sé mjög vel staðsettur þar sem hann er. 

Hermann segir að á sama hátt séu góðar flugsamgöngur réttlæting fyrir því að stofnanir ríkisins séu að meira eða minna leyti staðsettar í Reykjavík. „Hafni borgin flugvellinum þá hafnar hún líka skyldum sínum sem höfuðborg landsins."

Frétt Vikudags

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert