Einbýlishús til leigu á tæpar 6 milljónir

Skortur er á leiguhúsnæði.
Skortur er á leiguhúsnæði. mbl.is/Ómar

Húsaleiga hefur farið stígandi síðan í fyrra eftir að hafa lækkað í kjölfar efnahagshrunsins. Skýrt merki um það er að hærri tölur eru farnar að birtast á leiguvefjum en sést hafa í nokkurn tíma.

Má þar nefna að nú er til leigu 8 herbergja einbýlishús í Arnarnesi í Garðabæ á 490.000 kr. á mánuði eða sem svarar 5,88 millj. kr. á ári. Annað dæmi er að á Bárugötunni í Reykjavík er nú til leigu 10 fm einstaklingsherbergi á 65.000 kr. á mánuði en það gerir 780.000 á ári.

Í umfjöllun um leigumálin í Morgunblaðinu í dag er nefnt þriðja dæmið úr Skuggahverfinu í Reykjavík. Þar er nú tveggja herbergja og 127 ferm. íbúð til leigu á 200.000 kr. á mánuði. Sé gengið út frá að einstaklingur leigi út íbúð á 200.000 krónur á mánuði greiðist 20% skattur af 70% upphæðarinnar, alls 336.000 kr. á ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert