Enn deilt um lokanir deilda

Verkfall leikskólakennara vofir yfir.
Verkfall leikskólakennara vofir yfir. mbl.is/Árni Sæberg

Fundi Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga um framkvæmd yfirvofandi verkfalls hefur verið slitið án niðurstöðu. Deilt er um hvort loka þurfi deildum þar sem deildarstjóri er í Félagi leikskólakennara.

Sveitarfélögin vilja að starfsemi deildanna haldi áfram með því starfsfólki sem ekki leggur niður störf, en það telja lögfræðingar Kennarasambands Íslands vera verkfallsbrot. 

Að sögn Haraldar F. Gíslasonar, formanns Félags leikskólakennara, voru málin rædd fram og til baka á fundinum nú síðdegis í dag en án árangurs. Annar fundur hefur verið boðaður kl. 11 í fyrramálið. 

Verkfall leikskólakennara hefst að óbreyttu mánudaginn 22. ágúst. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert