Segjast uppgefin og blöskrar úrræðaleysi lögreglunnar

Lögregla er iðulega kölluð til vegna erfiðra nágranna. Myndin tengist …
Lögregla er iðulega kölluð til vegna erfiðra nágranna. Myndin tengist ekki fréttinni. mbl.is/Júlíus

„Það er stanslaust partí og augljóst að maðurinn er að selja dóp. Það er margbúið að kalla til lögregluna og hún virðist ekki hafa nein úrræði,“ segir fólk sem býr í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu og er að gefast upp á nábýli við umræddan mann.

Fólkið vill ekki koma fram undir nafni enda segist það dauðhrætt við viðkomandi aðila. Ástandið sé verst á nóttunni en þá sé enginn svefnfriður. Stöðugur straumur sé af ýmiss konar fólki og þung bassatónlist í botni allan daginn.

Maðurinn sé í íbúð sem sé í einhvers konar greiðsluskjóli þannig að það sé ekkert hægt að gera. Hvorki láta selja íbúðina né láta manninn flytja út. Fólk sé því komið á þá skoðun að setja íbúðir sínar á sölu og flytja út sem fyrst. Allir íbúar hússins hafi kallað lögregluna út að nóttu til og eins sé búið að hafa samband við fíkniefnalögregluna. Hins vegar nái málið ekki lengra þar og engin úrræði virðist vera til staðar.

 
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert