Í sjálfheldu í gili við Bíldudal

Landhelgisgæslunni barst kl. 21:05 beiðni um að þyrla yrði kölluð út vegna fólks sem er í sjálfheldu í Búðargili við Bíldudal. Er fólkið illa búið og útséð um að ná fólkinu af staðnum með öðrum leiðum.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum hafi verið kallaðar út . Fólkið hafi verið á göngu og ætlaði niður gilið en situr nú alveg pikkfast þar enda aðstæður erfiðar, urð og klettar og afar bratt niður.

„Ef bjarga þarf fólkinu án þyrlunnar mun það taka töluverðan tíma. Ekki er hægt að komast að því neðan frá, heldur þurfa björgunarmenn að síga niður til þeirra og hífa upp úr urðinni. Slík aðgerð krefst töluverðrar línuvinnu og trygginga sem taka tíma,“segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert