Með óðan ísbjörn á hælunum

„Það er ekki á hverjum degi sem maður vinnur með manni sem vill helst vera með óðan ísbjörn á hælunum“, segir Margrét Jónasdóttir handritshöfundur og framleiðandi myndarinnar Andlit norðursins, sem fjallar um ljósmyndarann Ragnar Axelsson eða RAX.

Kvikmyndin var frumsýnd í gær í Bíó Paradís fyrir fullu húsi en auk Margrétar er Magnús Viðar leikstjóri hennar. Stutt útgáfa af myndinni var sýnd í vor á BBC, sem ásamt fransk-þýsku stöðinni ARTE lagði fé í myndina. 

Myndin er sýnd í Bíó Paradís og Sambíóunum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert