„Við erum engu nær“

Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara
Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fundi Félags leikskólakennara og samninganefndar sveitarfélaganna lauk um klukkan eitt í dag, án þess að sættir næðust.  Nýr fundur hefur verið boðaður klukkan 11 í fyrramálið.

Að sögn Haraldar Freys Gíslasonar, formanns Félags leikskólakennara, kom ekkert nýtt fram á fundinum. „Við erum engu nær. Það er enginn bölmóður í okkur, en svona er staðan og við verðum bara að taka á henni. En það er gott að vita að við eigum stuðning þjóðarinnar,“ segir hann, en samkvæmt könnun styðja 93% þjóðarinnar kröfur leikskólakennara.

Haraldur segir að hann finni víða fyrir kvíða hjá félagsmönnum. „Það er alveg ljóst að leikskólakennarar verða fyrir miklu tekjutapi ef til verkfalls kemur. Það er misjafnt hvernig fólk getur mætt því.“

Hann segir að  leikskólakennari í fullu starfi fái 4.700 krónur á dag í verkfallsbætur, fyrir skatt.



Frá samningafundinum í morgun
Frá samningafundinum í morgun mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert