Löngu búið að greiða fyrir flugvélina

Heimir Már Pétursson er upplýsingafulltrúi Iceland Express.
Heimir Már Pétursson er upplýsingafulltrúi Iceland Express. Morgunblaðið/Frikki

Alrangt er að Iceland Express hafi átt eftir að greiða fyrir leigu á flugvélinni sem fengin var til Alicante í staðinn fyrir þá sem bilaði í fyrradag, og þess vegna hafi farþegar verið látnir fara aftur út úr vélinni eftir að þeir voru komnir þangað inn.

Farþegi hélt þessu fram í samtali við mbl.is nú í hádeginu í dag. „Leiguvél kemur ekki frá Madríd til Alicante án þess að búið sé að ganga frá leigusamningi og öllu sem fluginu viðkemur," segir Heimir Már. Búið hafi verið að ganga frá þessu öllu. Hins vegar hafi farþegar verið látnir fara aftur út úr vélinni þar sem enn átti eftir að dæla eldsneyti á hana þegar þeir voru komnir þangað út.

Það helgast af því að nokkurn tíma tók að sannfæra spænskt bensínafgreiðslufyrirtæki um að dæla ætti eldsneyti sem Iceland Express hefði borgað fyrir, á þessa tilteknu vél, þar sem hún var ekki sú sama og upphaflega hafði átt að fara flugið.

Var þá um tvennt að velja, annað hvort að láta farþega sitja í vélinni með sætisólar lausar, í samræmi við öryggisreglur, hurðina opna og slökkviliðið í viðbragðsstöðu fyrir utan, eða að rýma vélina í smá stund. Í stað þess að láta farþega upplifa sig í hættu hafi verið ákveðið að láta þá bíða inni í flugstöðvarbyggingunni á meðan dælt var á vélina.

,,Þegar 200 þreyttir farþegar koma saman í flugstöð þá fæðast kjaftasögur mjög auðveldlega og fjöður verður að hænsnabúi," segir Heimir Már og ítrekar að Iceland Express hafi gert allt í sínu valdi til að lágmarka óþægindin fyrir farþega, sem hlutust af biluninni.

Spænskur starfsmaður á fótum í 30 klukkustundir

Þá segir Heimir Már það alrangt að sínu viti að flugvallarstarfsmenn hafi reynt að telja fólki trú um að með því að fara út úr flugstöðvarbyggingunni hefðu farþegar fyrirgert rétti sínum til að fara á hótel á meðan þeir biðu.

,,Okkar starfsmaður, spænsk kona, var á fótum í 30 klukkustundir til að sjá um þennan hóp. Það hvað varð um farþegana hafði ekkert með flugvallarstarfsmenn að gera. Það var alfarið séð um þetta á aðalskrifstofunni í Reykjavík og af starfsmanninum í Alicante, sem gerði kraftaverk í því að leysa málin. Það er kraftaverk að hún skyldi yfirleitt finna hótel fyrir um 125 manns á þessum tíma í Alicante," segir Heimir Már. Háannatími sé þar og meðal annars tugþúsundir manna á svæðinu í tengslum við stóra hjólreiðakeppni.

Tóku flugið út á vefnum til að gefa engar falskar vonir

Um það hvort tilkynnt hafi verið á vefnum airport.is hér heima að fluginu myndi seinka, löngu áður en farþegar voru upplýstir um það, segir Heimir Már einnig alrangt.

Á airport.is sé ekki hægt að setja inn skilaboð um að flugi sé „seinkað um ófyrirsjáanlegan tíma“. Aðeins sé hægt að setja inn tilgreina brottfarar- og komutíma.

„Við vildum ekki setja inn einhvern tíma sem gæfi fólki falskar vonir. Til þess að forðast misskilning þá tókum við flugið út af síðunni þannig að það var ekkert Alicante þar inni. Við settum það svo aftur inn þegar við vissum brottfarartímann,“ segir Heimir Már.

Hann segir að þegar 200 manna hópur tefjist á ferðalagi verði alltaf til einhver misskilningur um ástæður þess, en allt hafi verið gert til að upplýsa farþega með beinum hætti. Eðlilega hafi hann þó ekki haft tök á að hringja í alla í hópnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Barði móður sína með hillubút

14:00 28 ára gamall karlmaður var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir alvarlega líkamsárás á móður sína. Árásin var framin á heimili hennar og hlaut hún umtalsverða áverka af. Hann var dæmdur til greiða móður sinni 800 þúsund krónur í miskabætur auk um 560 þúsund króna kostnað sem hlaust af málaferlunum. Meira »

Telur ekki tilefni til athugunar

13:18 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, telur ekki tilefni til þess að embætti hans taki embættisfærslur ráðherra í tengslum við að dómsmálaráðherra tjáði forsætisráðherra að faðir hans hefði skrifað undir meðmæli fyrir einstakling sem sótti um uppreist æru, til athugunar að eigin frumkvæði. Meira »

Mikill og útbreiddur misskilningur

12:14 Utanríkisráðherra boðaði sendiherra erlendra ríkja á Íslandi á sinn fund í utanríkisráðuneytinu í dag og upplýsti þá um stöðuna sem uppi er í stjórnmálum hér á landi. „Við höfum orðið vör við mikinn og útbreiddan misskilning hjá alþjóðlegum fjölmiðlum um tildrög stjórnarslitanna.“ Meira »

„Þá fallast manni hendur“

11:50 „Stjórnmálin hafa um margra ára skeið skort tiltrú meðal almennings. Við stjórnmálamenn verðum að líta í eigin barm og gera allt sem í okkar valdi stendur til að endurheimta það traust sem verður að ríkja til að lýðræðið þrífist. Hér er ég ekki að tala um stuðning við tiltekna stefnu, heldur almennt traust á að þrátt fyrir ólíkar skoðanir sé unnið heiðarlega.“ Meira »

Undir trénu Óskarsframlag Íslands

11:34 Kvikmyndin Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2018. Meira »

Vængur rakst í skrokk vélarinnar

11:18 Tildrög flugslyss sem varð þegar tvær litlar flugvélar rákust saman í háloftunum vestan við Langjökul 5. september eru nú til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Vængur á annarri flugvélinni fór í skrokkinn á hinni flugvélinni,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði RNSA, í samtali við mbl.is. Meira »

Skúrinn of hár fyrir brúna

10:48 Vinnuskúr féll af palli gámabíls á Viðarhöfða í morgun þegar bíllinn var á leið undir brú við Vesturlandsveg.  Meira »

Margrét ráðin til Geðhjálpar

11:10 Margrét Marteinsdóttir hefur verið ráðin sem kynninga– og viðburðarstjóri hjá landssamtökunum Geðhjálp.  Meira »

Flokkurinn hefur aldrei óttast kjósendur

10:47 „Viðbrögð samstarfsflokka okkar við meintum trúnaðarbresti, sem var að vísu enginn í huga annars flokksformannsins og tók nokkra daga að verða til í huga hins, voru fráleit og ábyrgðarlaus gagnvart fólkinu í landinu,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til flokksmanna sinna. Meira »

Verður ekki afgreitt fyrir kosningar

10:09 „Vegna andstöðu samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn og þingmanna VG fékkst málið ekki afgreitt í vor. Ég lagði því málið fram að nýju nú í september en úr þessu fæst það ekki afgreitt fyrir kosningar.“ Meira »

Fækkun á leikskólum

09:38 Alls voru 19.090 börn í leikskóla á Íslandi um síðustu áramót og hafði fækkað um 272 (-1,4%) frá fyrra ári. Sú fækkun stafar af fámennari árgöngum, því hlutfall barna sem sækir leikskóla hefur hækkað lítillega. Meira »

Lægstu launin duga ekki til framfærslu

09:33 „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta er eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VR. Meira »

„Best að horfast í augu við þetta“

08:18 „Sumir halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu. Hún greindist með geðklofa árið 2008 þegar hún var 28 ára. Meira »

Aðdragandi slita kosningamál

07:37 Stjórnmálaflokkar eru nú flestir komnir á fullt við að undirbúa komandi alþingiskosningar, nú þegar rétt um 5 vikur eru í settan kjördag. Morgunblaðið setti sig í samband við talsmenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi og spurði: Hver verða stóru kosningamálin? Meira »

Mjög vætusamt um helgina

06:38 Rysjótt en milt veður næstu daga og mjög vætusamt um helgina, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.  Meira »

Borgar flugnám með blaðburðarlaunum

07:57 Bjarki Þór Sigurðarson er ungur maður stórra drauma sem er nýbyrjaður í flugnámi. Það kostar skildinginn sinn en blaðburðurinn hefur bjargað málum. Bjarki og Ragna Kristbjörg Rúnarsdóttir móðir hans hafa frá 2014 saman borið Morgunblaðið í hús við Bolla-, Leiru- og Skeljatanga í Mosfellsbæ og safnast þegar saman kemur. Meira »

Prestur sakaður um kynferðisbrot

07:30 Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar hefur sent þrjú aðskilin mál á síðustu dögum til úrskurðarnefndar kirkjunnar þar sem meintur gerandi í kynferðisbrotamálunum er einn og sami sóknarpresturinn. Meira »

Sjúkdómahættan fer vaxandi

05:30 Ef þátttaka í bólusetningum er ekki betri en skráningar benda til getum við lent í vanda og sjúkdómahættan fer vaxandi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið. Meira »
Honda tanktaska
Góð original Honda tanktaska sem passar á flestar tegundir hjóla af Hondu. Seg...
Píanó til sölu
Yamaha, 25 ára, hvítt, í góðu ásigkomulagi og nýstillt. Stóll úr beyki fylgir. ...
SMEG Gaseldavél
Glæsileg gaseldavél með rafmagnsbakarofni til sölu. Tilboð óskast. Upplýsi...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...