Löngu búið að greiða fyrir flugvélina

Heimir Már Pétursson er upplýsingafulltrúi Iceland Express.
Heimir Már Pétursson er upplýsingafulltrúi Iceland Express. Morgunblaðið/Frikki

Alrangt er að Iceland Express hafi átt eftir að greiða fyrir leigu á flugvélinni sem fengin var til Alicante í staðinn fyrir þá sem bilaði í fyrradag, og þess vegna hafi farþegar verið látnir fara aftur út úr vélinni eftir að þeir voru komnir þangað inn.

Farþegi hélt þessu fram í samtali við mbl.is nú í hádeginu í dag. „Leiguvél kemur ekki frá Madríd til Alicante án þess að búið sé að ganga frá leigusamningi og öllu sem fluginu viðkemur," segir Heimir Már. Búið hafi verið að ganga frá þessu öllu. Hins vegar hafi farþegar verið látnir fara aftur út úr vélinni þar sem enn átti eftir að dæla eldsneyti á hana þegar þeir voru komnir þangað út.

Það helgast af því að nokkurn tíma tók að sannfæra spænskt bensínafgreiðslufyrirtæki um að dæla ætti eldsneyti sem Iceland Express hefði borgað fyrir, á þessa tilteknu vél, þar sem hún var ekki sú sama og upphaflega hafði átt að fara flugið.

Var þá um tvennt að velja, annað hvort að láta farþega sitja í vélinni með sætisólar lausar, í samræmi við öryggisreglur, hurðina opna og slökkviliðið í viðbragðsstöðu fyrir utan, eða að rýma vélina í smá stund. Í stað þess að láta farþega upplifa sig í hættu hafi verið ákveðið að láta þá bíða inni í flugstöðvarbyggingunni á meðan dælt var á vélina.

,,Þegar 200 þreyttir farþegar koma saman í flugstöð þá fæðast kjaftasögur mjög auðveldlega og fjöður verður að hænsnabúi," segir Heimir Már og ítrekar að Iceland Express hafi gert allt í sínu valdi til að lágmarka óþægindin fyrir farþega, sem hlutust af biluninni.

Spænskur starfsmaður á fótum í 30 klukkustundir

Þá segir Heimir Már það alrangt að sínu viti að flugvallarstarfsmenn hafi reynt að telja fólki trú um að með því að fara út úr flugstöðvarbyggingunni hefðu farþegar fyrirgert rétti sínum til að fara á hótel á meðan þeir biðu.

,,Okkar starfsmaður, spænsk kona, var á fótum í 30 klukkustundir til að sjá um þennan hóp. Það hvað varð um farþegana hafði ekkert með flugvallarstarfsmenn að gera. Það var alfarið séð um þetta á aðalskrifstofunni í Reykjavík og af starfsmanninum í Alicante, sem gerði kraftaverk í því að leysa málin. Það er kraftaverk að hún skyldi yfirleitt finna hótel fyrir um 125 manns á þessum tíma í Alicante," segir Heimir Már. Háannatími sé þar og meðal annars tugþúsundir manna á svæðinu í tengslum við stóra hjólreiðakeppni.

Tóku flugið út á vefnum til að gefa engar falskar vonir

Um það hvort tilkynnt hafi verið á vefnum airport.is hér heima að fluginu myndi seinka, löngu áður en farþegar voru upplýstir um það, segir Heimir Már einnig alrangt.

Á airport.is sé ekki hægt að setja inn skilaboð um að flugi sé „seinkað um ófyrirsjáanlegan tíma“. Aðeins sé hægt að setja inn tilgreina brottfarar- og komutíma.

„Við vildum ekki setja inn einhvern tíma sem gæfi fólki falskar vonir. Til þess að forðast misskilning þá tókum við flugið út af síðunni þannig að það var ekkert Alicante þar inni. Við settum það svo aftur inn þegar við vissum brottfarartímann,“ segir Heimir Már.

Hann segir að þegar 200 manna hópur tefjist á ferðalagi verði alltaf til einhver misskilningur um ástæður þess, en allt hafi verið gert til að upplýsa farþega með beinum hætti. Eðlilega hafi hann þó ekki haft tök á að hringja í alla í hópnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skjálfti upp á 4,5 í Kötlu

Í gær, 22:43 Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 varð í Kötlu nú á ellefta tímanum í kvöld. Skjálftinn fannst vel í Mýrdal og í Skaftártungu að sögn heimamanna. Annar skjálfti upp á 3,2 varð í kjölfarið. Meira »

Ökklabrotinn göngumaður á Arnarstapa

Í gær, 21:28 Björgunarsveitir Landsbjargar eru að aðstoða göngufólk í vanda á þremur stöðum nú í kvöld. Rétt fyrir átta var tilkynnt um ökklabrotinn göngumann á gönguleiðinni á milli Arnarstapa og Hellna á Snæfellsnesi. Meira »

„Erum í raun einir á fjallinu“

Í gær, 21:21 „Ég ætlaði reyndar að fara 2020 en svo dó pabbi um jólin þannig að ég ákvað bara að drífa mig af stað,“ segir John Snorri Sigurjónsson í samtali við mbl.is. Svartaþoka, drunur frá snjóflóðum, snjóhengjur og sprungur í fjallinu hafa sett mark sitt á för hans á tind fjallsins K2. Meira »

Villtist á fjalli við Seyðisfjörð

Í gær, 21:13 Kona villtist vegna þoku í grennd við Hánefstaðafjall við Seyðisfjörð. Búið er að staðsetja konuna með GPS-tækjum og bíður hún þess að vera sótt og ferjuð niður. Meira »

Þriðji stóri skjálftinn á Reykjanesskaga

Í gær, 20:59 Þriðji jarðskjálftinn sem mældist í kringum fjóra að stærð varð á Reykjanesskaga um hálfníuleytið í kvöld.  Meira »

Fylgdust með tapinu á Ingólfstorgi

Í gær, 20:41 Töluverður hópur fólks var saman komin á Ingólfstorgi í kvöld til að fylgjast með leik Íslands og Austurríkis á EM. Blái liturinn var áberandi hjá áhorfendum sem augljóslega voru komnir til að styðja sínar konur. Meira »

Hundarnir njóta nuddsins

Í gær, 20:30 Þegar hundur Berglindar Guðbrandsdóttur tognaði fór hún með hann í hundanudd. Í kjölfarið ákvað hún að læra sjálf hundanudd, sem hún segir þurfa að vera gert á forsendum hundsins. Meira »

Vill að bærinn leigi bát fyrir þjóðhátíð

Í gær, 20:36 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, hefur sent Samgöngustofu bréf þar sem hann óskar fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar eftir afstöðu stofnunnarinnar til ferjusiglingar yfir þjóðhátíð á milli Eyja og Landeyjahafnar á skipi sambærilegu Akranesi. Meira »

Slasaðist á Esjunni

Í gær, 20:15 Sækja þurfti konu upp á Esjuna í dag sökum þess að hún hafði meitt sig á ökkla og gat ekki haldið áfram göngu. Konan var komin upp í miðjar hlíðar fjallsins er hún slasaðist. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu notaði sexhjól til að koma konunni niður. Meira »

Tveir með annan vinning í Víkingalottó

Í gær, 19:53 Enginn var með allar tölur réttar í Vík­ingalottó­inu í kvöld, en fyrsti vinningur var tæpir 1,3 milljarðar króna. Tveir hlutu hins vegar annan vinning og fær hvor þeirra 15 milljónir króna í sinn hlut. Var annar miðinn keyptur á Íslandi en hinn í Noregi. Meira »

Hver á rétt á verðmætunum?

Í gær, 19:53 Margir hafa spurt sig hvar eignarréttur á verðmætum í efnahagslögsögu landsins liggur, eftir að norska rannsóknarskipið Seabed Constructor hóf rannsóknir við þýska flakið Minden fyrr á árinu. Hver á rétt á verðmætum í skipinu, sem gætu verið upp á milljarða króna? Meira »

Ekkert eftirlit með fitufrystingu

Í gær, 19:30 „Því er auðvitað tekið mjög alvarlega þegar fólk verður fyrir tjóni,“ segir Haraldur Briem, settur landlæknir, en eins og Sunnudagsblað Morgunblaðsins greindi frá um síðustu helgi kom eitt versta kalsártilvik vegna fitufrystingar á heimsvísu upp hér á landi á síðasta ári. Meira »

Tengslin við náttúruna eru mikilvæg

Í gær, 18:25 „Margir þjást af streitu og áreiti í daglegu lífi og á námskeiðinu einbeitum við okkur að græðandi áhrifum náttúrunnar.“ Þetta segir Kristín Þorleifsdóttir en hún mun, ásamt Bandaríkjamönnunum Greg og Devon Hase, halda námskeið í hugleiðslu og núvitund í Skyrgerðinni í Hveragerði. Meira »

Sólarstundir nýttar í Laugardalnum

Í gær, 17:02 Veðrið hefur leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins í dag þar sem hiti mældist 20 gráður líkt og víða um land. Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum var að vonum fjölmenni sem nýtti sér góða veðrið til að bregða á leik. mbl.is var á staðnum og kíkti á stemninguna. Meira »

Töluverðar blæðingar í Norðurárdal

Í gær, 15:24 „Við erum að reyna komast að því hvað er að,“ segir Jón Helgi Helgason, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, um dularfullar tjörublæðingar í Norðurárdal í Borgarfirði. Blæðingarnar eru töluverðar. Meira »

Yfirlæknar æfir vegna starfsauglýsingar

Í gær, 17:45 Mikil óánægja ríkir meðal yfirlækna á rannsóknarsviði Landspítala eftir að staða yfirlæknis erfða- og sameindalæknisfræðideildar var auglýst laus til umsóknar. Það sem gerir málið sérstakt er að núverandi yfirlæknir deildarinnar hefur ekki sagt upp eða verið sagt upp. Meira »

Skjálfta­hrinan stendur enn

Í gær, 16:45 Skjálfta­hrinan, sem hófst norðaust­an við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga í morg­un, stendur enn. Á annað hundrað skjálfta hefur mælst síðan í morgun, þar sem flestir voru af stærðinni 1,0 og 2,0. Þá hafa mælst sjö skjálftar sem hafa verið um 3,0 að stærð eða stærri. Meira »

John Snorri kominn í síðustu búðir

Í gær, 14:53 John Snorri Sigurjónsson var rétt í þessu að komast upp í fjórðu búðir á fjallinu K2. Dagurinn var langur og erfiður og nú er hópurinn að taka stöðuna á því hvenær skuli haldið áfram á toppinn. Meira »
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
Flugárið 2017....
Til leigu skemmtileg einkaflugvél. Mjög hagkvæm í rekstri. 4 sæti. Uppl. 898603...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...