Löngu búið að greiða fyrir flugvélina

Heimir Már Pétursson er upplýsingafulltrúi Iceland Express.
Heimir Már Pétursson er upplýsingafulltrúi Iceland Express. Morgunblaðið/Frikki

Alrangt er að Iceland Express hafi átt eftir að greiða fyrir leigu á flugvélinni sem fengin var til Alicante í staðinn fyrir þá sem bilaði í fyrradag, og þess vegna hafi farþegar verið látnir fara aftur út úr vélinni eftir að þeir voru komnir þangað inn.

Farþegi hélt þessu fram í samtali við mbl.is nú í hádeginu í dag. „Leiguvél kemur ekki frá Madríd til Alicante án þess að búið sé að ganga frá leigusamningi og öllu sem fluginu viðkemur," segir Heimir Már. Búið hafi verið að ganga frá þessu öllu. Hins vegar hafi farþegar verið látnir fara aftur út úr vélinni þar sem enn átti eftir að dæla eldsneyti á hana þegar þeir voru komnir þangað út.

Það helgast af því að nokkurn tíma tók að sannfæra spænskt bensínafgreiðslufyrirtæki um að dæla ætti eldsneyti sem Iceland Express hefði borgað fyrir, á þessa tilteknu vél, þar sem hún var ekki sú sama og upphaflega hafði átt að fara flugið.

Var þá um tvennt að velja, annað hvort að láta farþega sitja í vélinni með sætisólar lausar, í samræmi við öryggisreglur, hurðina opna og slökkviliðið í viðbragðsstöðu fyrir utan, eða að rýma vélina í smá stund. Í stað þess að láta farþega upplifa sig í hættu hafi verið ákveðið að láta þá bíða inni í flugstöðvarbyggingunni á meðan dælt var á vélina.

,,Þegar 200 þreyttir farþegar koma saman í flugstöð þá fæðast kjaftasögur mjög auðveldlega og fjöður verður að hænsnabúi," segir Heimir Már og ítrekar að Iceland Express hafi gert allt í sínu valdi til að lágmarka óþægindin fyrir farþega, sem hlutust af biluninni.

Spænskur starfsmaður á fótum í 30 klukkustundir

Þá segir Heimir Már það alrangt að sínu viti að flugvallarstarfsmenn hafi reynt að telja fólki trú um að með því að fara út úr flugstöðvarbyggingunni hefðu farþegar fyrirgert rétti sínum til að fara á hótel á meðan þeir biðu.

,,Okkar starfsmaður, spænsk kona, var á fótum í 30 klukkustundir til að sjá um þennan hóp. Það hvað varð um farþegana hafði ekkert með flugvallarstarfsmenn að gera. Það var alfarið séð um þetta á aðalskrifstofunni í Reykjavík og af starfsmanninum í Alicante, sem gerði kraftaverk í því að leysa málin. Það er kraftaverk að hún skyldi yfirleitt finna hótel fyrir um 125 manns á þessum tíma í Alicante," segir Heimir Már. Háannatími sé þar og meðal annars tugþúsundir manna á svæðinu í tengslum við stóra hjólreiðakeppni.

Tóku flugið út á vefnum til að gefa engar falskar vonir

Um það hvort tilkynnt hafi verið á vefnum airport.is hér heima að fluginu myndi seinka, löngu áður en farþegar voru upplýstir um það, segir Heimir Már einnig alrangt.

Á airport.is sé ekki hægt að setja inn skilaboð um að flugi sé „seinkað um ófyrirsjáanlegan tíma“. Aðeins sé hægt að setja inn tilgreina brottfarar- og komutíma.

„Við vildum ekki setja inn einhvern tíma sem gæfi fólki falskar vonir. Til þess að forðast misskilning þá tókum við flugið út af síðunni þannig að það var ekkert Alicante þar inni. Við settum það svo aftur inn þegar við vissum brottfarartímann,“ segir Heimir Már.

Hann segir að þegar 200 manna hópur tefjist á ferðalagi verði alltaf til einhver misskilningur um ástæður þess, en allt hafi verið gert til að upplýsa farþega með beinum hætti. Eðlilega hafi hann þó ekki haft tök á að hringja í alla í hópnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Opna Vínbúðina í Kauptúni

09:00 Vínbúð verður opnuð í Kauptúni í Garðabæ á morgun, fimmtudag, kl. 11, en frá því er greint á heimasíðu ÁTVR. Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær var bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn ÁTVR um starfsemi sérverslunar í miðbæ Garðabæjar. Meira »

Mjög illa farinn í andliti eftir árás

08:47 Maðurinn sem varð fyrir líkamsárás á heimili sínu í Melgerði skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi er mjög illa farinn í andliti eftir barsmíðar. Meðan annars brotnuðu í honum tennur. Meira »

Nýtt framboð fyrrverandi Framsóknaroddvita

08:45 Ómar Stefánsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, er einn þeirra sem koma að stofnun nýs bæjarmálafélags í bænum sem hyggst bjóða fram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næstkomandi vor. Hann segir framboðið ekki tengjast neinni tiltekinni stjórnmálastefnu. Meira »

Vara við 35 m hviðum við Svínafell

08:27 Lokað er um Fróðárheiði og á kafla vestan við Búðir að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Veðurfræðingur varar þá við því að í Öræfum við Svínafell sé reiknað með hviðum um 35 m/s frá því um kl. 14-15 og undir kvöld hvassara, og sviptivindar verði á fleiri stöðum á milli Lómagnúps og Hafnar. Meira »

„Maður fæðist og lifir með fuglunum“

08:18 „Ég fæddist í Einarshúsi í Flatey á Breiðafirði. Ég man nú varla eftir mér fyrr en ég verð níu ára. Húsbóndinn á heimilinu sagði þá: „Þú verður tíu ára í haust og þarft að gegna öllu fullorðnu fólki, því þú þarft að vinna fyrir mat þínum, hreppurinn borgar ekki meir.““ Meira »

Rýming Háaleitisskóla í skoðun

07:57 Reykjavíkurborg skoðar nú hvort nauðsynlegt sé að fara í rýmingaraðgerðir í Háaleitisskóla (áður Álftamýrarskóli) vegna ástands skólabyggingarinnar. Meira »

Bágbornir hemlar ollu banaslysinu

07:37 Banaslys sem varð á Suðurlandsvegi í Mýrdalnum 20. júní 2016 er rakið til þess að hemlar festivagns voru í afar bágbornu ástandi. Meira »

Grensásvegur 12 skoðaður enn frekar

07:52 Byggingarvinnustaðurinn við Grensásveg 12 er til skoðunar hjá Samiðn, sambandi iðnfélaga, vegna gruns um að brotið hafi verið á starfsmönnum hvað launakjör og önnur kjarasamningsbundin réttindi varðar. Um er að ræða erlenda starfsmenn. Meira »

Þrenn verðlaun á Stevie Awards

07:30 Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, hlaut þrenn verðlaun á Stevie Awards-verðlaunaafhendingunni sem haldin var í New York um síðustu helgi. Meira »

Þarf mögulega að endurskoða ferðaáætlun félagsins

07:30 Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður og stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, ræddi gönguleiðirnar um Öræfajökul á K100.   Meira »

Spá éljagangi og vindstrengjum

07:06 Fólk sem hyggur á ferðalög er hvatt til að kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað og fylgjast vel með veðurspám, en áfram geisar á landinu og vindhraðinn þennan morguninn verður allhvass. Meira »

Líkamsárás við Melgerði

06:22 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás við Melgerði á tólfta tímanum í gærkvöldi. Ráðist hafði verið á mann á sjötugsaldri er hann kom að mönnum inni á heimili sínu. Meira »

Gleymdi tönnunum á veitingastaðnum

06:12 Veitingahús við Austurstræti í miðborginni óskaði eftir aðstoð lögreglu um hálfsjöleytið í gærkvöldi þar sem að ölvaður viðskiptavinur hafði skilið gervitennur sínar eftir á borði veitingastaðarins er hann yfirgaf staðinn. Meira »

Ásókn í Vatnsmýrina

05:30 Félag tengt Róberti Wessman hefur selt hluta af svonefndum E-reit á Hlíðarenda í Reykjavík til leigufélagsins Heimavalla. Samkvæmt tillögu að skipulagi verður heimilt að reisa allt að 178 íbúðir á reitnum. Meira »

Bankarnir hafa greitt til Fjármálaeftirlitsins hátt í fimm milljarða á fimm árum

05:30 Síðastliðin fimm ár nemur heildarfjárhæð eftirlitsgjalds sem viðskiptabankanir þrír greiða til Fjármálaeftirlitsins samtals 4,7 milljörðum króna. Meira »

„Verra en við héldum“

05:30 „Vandamálið er umfangsmeira en ég hélt og við konur vissum almennt af. Þetta er verra en við héldum. Margar héldu að saga þeirra væri einstök og fannst ekki rétt að segja hana. En þegar þú sérð margar aðrar konur segja sína sögu áttarðu þig kannski betur á hversu umfangsmikið þetta er.“ Meira »

Greiðslur úr sjúkrasjóðum vaxa mikið

05:30 Greiðslur til launafólks úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga hafa aukist verulega á þessu ári.   Meira »

Einfalt að leiðrétta þessi mistök

05:30 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að engin undanþáguákvæði séu fyrir hendi, sem hægt er að beita, til þess að víetnamska stúlkan, Chuong Le Bui, sem býr á Íslandi og er í matreiðslunámi, geti dvalið hér þar til lögum hefur verið breytt. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Toyota Corolla útsala!
Toyota Corolla útsala! Nýr 2017 Active Diesel. Álfelgur. Bakkmyndavél. Leiðsögub...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Til leigu vel búnin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvalla...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...