Tekjuaukning eða niðurskurður

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. mbl.is/Rax

„Ég vísa bara í fyrri ummæli mín að öll viðbótarútgjöld fyrir sveitarfélögin kalla einfaldlega á það að þau þurfa að skoða sín mál og þá væntanlega mæta þeim annaðhvort með auknum tekjum eða niðurskurði á þjónustu. Það segir sig sjálft,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, aðspurður hvort nýr kjarasamningur við leikskólakennara kalli á hækkun leikskólagjalda.

Halldór segist hins vegar ekki vilja tjá sig sérstaklega um kjarasamninginn við Félag leikskólakennara, innihald hans eða annað honum tengt, fyrr en forsvarsmenn félagsins hafi fengið tækifæri til þess að kynna samninginn fyrir sínum félagsmönnum í samræmi við samkomulag þar um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert