Tók mið af gjaldeyrishöftum og fæðuöryggi

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tók „mið af gjaldeyrishöftum sem í gildi eru, ástandi í atvinnumálum og fæðuöryggi landsmanna“ þegar hann ákvað að miða við svokallaðan verðtoll frekar en magntoll við innflutning á landbúnaðarvörum.

Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun kom fram að ráðherra fór ekki að tillögu ráðgjafarnefndar stjórnarráðsins um tollamál þegar hann tók ákvörðun í málinu, en nefndin lagði til að áfram yrði miðað við magntoll. Jón ákvað hins vegar að miða við verðtoll, en það þýðir að innflutta varan verður dýrari en ef hún er flutt inn á grundvelli magntolls.

Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir það hvernig hann stóð að málum.

Í yfirlýsingu sem Jón Bjarnason sendi frá sér í dag segir: „Ákvörðun um þessa breytingu var tekin af undirrituðum í ljósi þeirra aðstæðna sem hér sköpuðust við bankahrun haustið 2008. Hún tekur mið af gjaldeyrishöftum sem í gildi eru, ástandi í atvinnumálum og fæðuöryggi landsmanna.

Ákvörðunin var tekin í samræmi við samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna um að standa vörð um innlenda framleiðslu og störf í matvælaiðnaði.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert