Lax enn að ganga

mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

„Fyrsta maðkahollið veiddi 44 laxa á fyrstu vaktinni, það gengur mjög vel hjá þeim,“ segir Mjöll Daníelsdóttir staðarhaldari í veiðihúsinu við Langá á Mýrum en fyrsta maðkaholl sumarsins í ánni er að vanda skipað finnskum veiðimönnum.

„Kvótinn er fimm laxar á dag og þeir sem eru á Fjallinu fá flestir kvótann en það er aðeins rólegra á miðsvæðinu. Ennþá er lúsugur lax að tínast inn og því er fínt líf í Strengjunum líka,“ segir Mjöll. Síðastliðinn miðvikudag höfðu rúmlega 1200 laxar veiðst í Langá en búast má við því að talan hafi hækkað verulega í liðinni viku.

„Það er fín veiði í Miðfjarðará, þrjátíu til fjörutíu laxar á dag,“ segir leigutakinn Rafn Valur Alfreðsson og hann segir sömu sögu, enn er nýr fiskur að koma inn. „Já, í morgun voru lúsugir laxar á veiðast á neðstu svæðunum og inn á milli eru nýgengnir stórlaxar. Í vikunni fengum við 92, 96 og 98 cm lúsuga laxa,“ segir hann. Rafn Valur segir smálaxagöngurnar hafa verið „allt í lagi“, þótt vissulega séu þær minni en síðustu tvö ár, þegar veiðin var frábær.

„Þetta er fínt sumar. Við endum vel yfir 2.000 löxum en fyrir árið 2009 hefði það verið eitt af bestu veiðiárunum í Miðfirði,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert