Þrír á slysadeild eftir kappakstur

Annar bíllinn valt út fyrir veg.
Annar bíllinn valt út fyrir veg. mbl.is/Árni Sæberg

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir, að mikil mildi hafi verið að ekki fór verr þegar ökumenn tveggja bíla fóru í kappakstur í Breiðholti í Reykjavík í gærkvöldi.

Ökumennirnir, sem eru 18 og 19 ára, óki í kapp eftir Arnarbakka. Annar þeirra missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að bíllinn lenti á ljósastaur og valt.

Þrír farþegar voru í bílnum og voru allir fluttir á slysadeild en meiðsli þeirra voru ekki alvarleg eftir því sem best er vitað.

Í hinum bílnum voru einnig fjórir að ökumanninum meðtöldum en farþegarnir sex eru á aldrinum 15-18 ára. 

Lögreglan segir ljóst, að ökumenn bílanna hafi stofnað lífi og heilsu allra sem í bílunum voru í augljósan háska.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert