VG gagnrýnir iðnaðarráðherra

Katrín Júlíusdóttir.
Katrín Júlíusdóttir.

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur gert sérstaka samþykkt þar sem gagnrýnd er harðlega sú ákvörðun iðnaðarráðherra að setja stjórn Byggðastofnunar af og skipa nýja í hennar stað þvert á óskir VG.

Þá segist þingflokkurinn lýsa stuðningi við fráfarandi fulltrúa VG í stjórninni og þakka þeim fyrir vel unnin störf. 

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, skipaði nýja stjórn Byggðastofnunar á ársfundi stofnunarinnar í vikunni. Í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu kom fram, að ekki hefði verið leitað eftir tilnefningum frá þingflokkum stjórnmálaflokkanna og það væri í samræmi við álit Ríkisendurskoðunar frá árinu 1996  þar sem lagt var til að komið yrði á beinu stjórnsýslusambandi milli ráðherra og stofnunarinnar.

Samkvæmt því skuli ráðherra skipa beint í stjórn Byggðastofnunar þar sem hann beri ábyrgð á stofnuninni og gagnvart Alþingi samkvæmt ráðherraábyrgð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert