Kyrrstaða á öllum hlutum

Frá Helguvík
Frá Helguvík mbl.is/Golli

„Það er kyrrstaða á öllum hlutum eins og er og ef nokkuð er þá finnst mér útlitið heldur verra en verið hefur,“ segir Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, um stöðuna á vinnumarkaði. Vísar hann til þess að störfum fækki hjá ríki og sveitarfélögum og til talna um langtímaatvinnuleysi.

Álíka margir fluttu til Noregs á fyrri hluta ársins og undanfarin ár. Undanfarin þrjú og hálft ár hafa tæplega 2700 einstaklingar flutt til Noregs umfram þá sem hingað hafa komið. Samsvarar það íbúafjölda stórra staða úti á landi, svo sem eins og Ísafjarðar og Sauðárkróks.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að margir iðnaðarmenn hafi farið til Noregs í atvinnuleit og segir Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar, að lítið dragi úr því. „Þeir vilja vinnu. Menn framfleyta sér ekki lengi af atvinnuleysisbótum en einnig hefur dregið úr yfirvinnu og laun lækkað.“ Finnbjörn segir að engin verkefni komist af stað. „Menn eru í þrætubókarlist með alla hluti,“ segir hann. Það eina sem Vilmundur bindur vonir við er að deilur um orku fyrir álver í Helguvík leysist með gerðardómi og framkvæmdir hefjist. Það gæti breytt andanum í samfélaginu sem hann segir bráðnauðsynlegt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert