Aðgerðum lokið við Breiðagerði

Lögreglan var kölluð út að Breiðagerði.
Lögreglan var kölluð út að Breiðagerði. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Sátt náðist milli íbúa í húsi við Breiðagerði í Reykjavík, sem átti að bera út í dag, og kröfuhafa um að fresta frekari aðgerðum þar til fjármálaráðuneytið hefur skorið úr um ágreiningsatriði.

Liðsmenn Heimavarnarliðsins reyndu að koma í veg fyrir að fulltrúar sýslumannsins í Reykjavík gætu borið heimilismenn út. Var lögregla kölluð til og beitti hún valdi til að koma fólkinu frá húsinu.

Íbúarnir læstu sig inni og var þá fenginn lásasmiður til að opna húsið. Fulltrúar sýslumanns fóru síðan inn í húsið en þar náðist samkomulag milli þeirra og íbúanna um að fresta aðgerðum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert