Dr. No á eldfjallaeyjunni

Uffe Ellemann-Jensen.
Uffe Ellemann-Jensen.

„Þetta hljómar eins og söguþráðurinn í einni af gömlu og góðu James Bond-myndunum," segir Uffe Elleman-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, á bloggsíðu sinni um fyrirætlanir kínverska kaupsýslumannsins Huangs Nubo um jarðakaup á Íslandi.

„Dularfullur og forríkur Kínverji kaupir gríðarmikið landflæmi langt frá skarkala heimsins á norðanverðu Íslandi fyrir stórfé, sem skuldsett þjóðin getur svo sannarlega notað. Og svo fær ímyndunaraflið lausan tauminn: Þetta var hernaðarlega mikilvægt svæði í kalda stríðinu - og gæti orðið það á ný þegar ísinn bráðnar á norðurpólnum og nýjar siglingaleiðir og ný fiskimið koma í ljós... Ætlar hann að byggja höfn? Vill hann nýta áður óþekktar málmgrýtistegundir? Eða ætlar hann bara, eins og hann segir sjálfur, að búa til ferðamannamiðstöð í friðsælli náttúrunni? (Það er frábær laxveiði í nágrenninu)" skrifar Elleman-Jensen.

Hann segir að kínverskir fjárfestar hafi keypt land og náttúruauðlindir um allan heim. Þeir kaupi m.a. ræktarland í Afríku á sama tíma og matvæli eru að verða takmörkuð auðlind.

„Og svo birtist Dr. No á Íslandi - og víða annars staðar. Og valdajafnvægið breystist meir og meir..." 

Pistill Ellemans-Jensens

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert