Boðin út í vetur

Núverandi brú yfir Múlakvísl er aðeins til bráðabirgða.
Núverandi brú yfir Múlakvísl er aðeins til bráðabirgða. mbl.is

Hjá Vegagerðinni er nú unnið að undirbúningi vegna byggingar nýrrar og varanlegrar brúar yfir Múlakvísl í stað bráðabirgðabrúar sem reist var í sumar eftir að þjóðvegur 1 fór í sundur og brúnni yfir Múlakvísl skolaði burt í jökulhlaupi.

Finna þarf út hvar best er að reisa brúna með tilliti til þessa, lengd hennar og hversu mikið flóð hún á að geta staðið af sér.

Að þessari vinnu lokinni verður farið að hanna brúna og má reikna með útboði þegar líður á veturinn. Er að því stefnt að ný brú yfir Múlakvísl verði tilbúin næsta sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert