Ný kirkja byggð við Hvolinn

Ný kirkja verður byggð við félagsheimilið Hvolinn, í miðju Hvolsvallar.
Ný kirkja verður byggð við félagsheimilið Hvolinn, í miðju Hvolsvallar. Teikning/Einrúm arkitektar

Unnið er að undirbúningi byggingar nýrrar kirkju á Hvolsvelli. Kirkjan verður byggð á túninu við félagsheimilið Hvol og er hugmyndin að nýta hluta Hvolsins fyrir safnaðarheimili. Kirkjuskipið verður hannað þannig að það nýtist jafnframt sem tónlistar- og menningarhús.

Stórólfshvolskirkja sem þjónað hefur íbúum Hvolsvallar og nágrennis í 80 ár er talin of lítil og óhentug að ýmsu leyti. Kirkjan er úr timbri, byggð 1930 og tekur um 120 manns í sæti.

Margar kirkjur eru í sveitarfélaginu en engin nógu stór til að taka við stærri athöfnum. Í mörg ára hafa verið umræður um byggingu nýrrar kirkju á Hvolsvelli en skoðanir sóknarbarna verið nokkuð skiptar um þörfina á því og jafnframt hvar ætti að byggja. Þannig hafa sumir viljað láta reisa kirkju við kirkjugarðinn sem er norðan við þorpið.

Í umfjöllun um kirkjubygginguna í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að í sumar kynnti byggingarnefnd sóknarnefndarinnar hugmyndir um tengingu kirkjunnar við félagsheimilið Hvolinn í miðju Hvolsvallar og var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða á safnaðarfundi að halda undirbúningi áfram. Þá lá fyrir að Kirkjuráð hafði lofað 95 milljóna króna framlagi til kirkjubyggingarinnar, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert